Hæð yfir Grænlandi

Fyrir um tveimur vikum spáði evrópureiknimiðstöðin því að öflug hæð myndi setjast að yfir Grænlandi og ráða veðri í komandi viku (20. til 26. nóvember). Þessi almenna spá stendur enn og verður að hrósa reiknimiðstöðinni fyrir góðan árangur. - Auðvitað vantaði ýmis smáatriði og þau eiga líka enn eftir að breytast eftir því sem á vikuna líður. 

En kortið sýnir meðalsjávarmálsþrýsting næstu 10 daga eins og honum er nú spáð.

w-blogg191117a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar, en vikin sýnd í lit. Jákvæð eru rauðbrún, en þau neikvæðu bláleit. Eindregin norðanátt ríkjandi (að meðaltali vel að merkja). Þrýstingi hér á landi er líka spáð langt yfir meðallagi, +20 hPa vestast á landinu - og er það út af fyrir sig jákvætt. Háþrýstinorðanátt er oftast veðravægari en lágþrýstiáttin. En höfum í huga að hér er um tíudagameðaltal að ræða og ólíklegt að veðrið verði eins allan tímann. 


Bloggfærslur 19. nóvember 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 1825
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1628
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband