Talsvert kólnar (að minnsta kosti í fáeina daga)

Svo virðist sem nú muni talsvert kólna - í nokkra daga að minnsta kosti. Við sjáum hugmynd evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðuna um hádegi á fimmtudag hér að neðan.

w-blogg090117a

Jafnþykktarlínur eru heildregnar. Þykktin yfir miðju landi á að vera 5040 metrar - 280 metrum lægri en hún var á hádegi í dag (mánudag 9. janúar). Þetta segir okkur að hiti í neðri hluta veðrahvolfs á að falla um 14 stig frá því sem var í dag. Tveggja stafa frost blasir við víða um land. - Við getum rifjað upp í framhjáhlaupi að það hefur ekki gerst síðan 6. desember 2013 að hámarkshiti sólarhringsins hafi hvergi náð upp fyrir frostmark á landinu öllu. 

En þessi kuldi (komi hann) á ekki að standa lengi - sé að marka spár (sem ekki er víst). Þykktarkort sunnudags 15. janúar lítur allt öðru vísi út.

w-blogg090117b

Hér er þykktin komin upp í 5420 metra - hefur aukist um 38 metra - eða um 19 stig. 

Þetta kuldakast mun færa hitann í mánuðinum nokkuð niður - þó hann hafi verið nokkuð hár þessa fyrstu viku ársins rúma hefur hann ekki verið í alveg hæstu hæðum eins og lengst af fyrir áramót. 


Bloggfærslur 9. janúar 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg160524a
  • w-blogg160524i
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 347
  • Sl. sólarhring: 464
  • Sl. viku: 1196
  • Frá upphafi: 2354419

Annað

  • Innlit í dag: 325
  • Innlit sl. viku: 1071
  • Gestir í dag: 306
  • IP-tölur í dag: 299

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband