Nokkuð kaldir dagar (en ekki svo)

Nú hefur kólnað nokkuð á landinu. Í dag (26. mars) fór landsmeðalhiti í fyrsta sinn í nærri þrjár vikur niður fyrir meðallag síðustu tíu ára - síðan þann 6. Líklega verða næstu 3 til 4 dagar líka undir þessu sama meðallagi. Spá evrópureiknimiðstöðvarinnar hér að neðan gildir síðdegis á mánudag (2. páskadag - 28. mars). 

w-blogg270316a

Kortið sýnir hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) og þykktin er sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin á milli grænu og bláu litanna er við 5280 metra, en meðalþykkt á þessum tíma í mars er í kringum 5250, í ljósasta bláa litnum miðjum. 

En það er samt engin sérstök grimmd í þessu korti. Mjög kalt loft er vestan Grænlands. Þótt háloftahæðin yfir Grænlandi sé ekki öflug þvælist hún fyrir aðsókn kuldaaflanna - ef til vill alveg þar til nýr skammtur af hlýju lofti að sunnan nær til okkar upp úr miðri vikunni. 

En veðurspár eru ekki alltaf réttar. 


Bloggfærslur 27. mars 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg060725a
  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 224
  • Sl. sólarhring: 428
  • Sl. viku: 1768
  • Frá upphafi: 2482763

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 1604
  • Gestir í dag: 200
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband