Hefði hlaupársdagur ekki ...

Hefði hlaupársdagur ekki skotist inn í dagatalið - hefði í dag verið 14. mars. Þann dag í fyrra gekk sunnan fárviðri yfir landið - hárastarveður á mállýsku ritstjóra hungurdiska. Veðrið í dag (ekki alveg jafnútbreitt og í fyrra) var líka hárastarveður. Lítum á myndir - góður dagahittingur.

w-blogg140316a

Þetta er þversnið úr harmonie-líkaninu - það fylgir 23 gráðum vesturlengdar (sjá kortið í horninu) - norður er til hægri á myndinni - gráu fletirnir neðst eru Snæfellsnes og Vestfirðir. Sniðið nær frá sjávarmáli upp í um 10 km hæð. Ljósbleika svæðið sýnir hvar vindur er meiri en 48 m/s, þetta er hes sem hangir niður úr heimskautaröstinni fyrir ofan og teygir sig í átt til jarðar. Við urðum fyrir hesi af þessu tagi 14. mars í fyrra. Fróðleiksfúsir gætu rifjað það upp og litið á pistil með myndum af því (þar eru líka ítarlegri skýringar).

Illviðrið í gær (12. mars) var annarrar ættar - hraðfara lágröst á leið hjá. Lágrastarveðrin eru fjölbreyttari ætt - og bakgrunnur þeirra nokkuð misjafn. Lágröstin er ekki eins öflug og sú hærri - en vindur niður undir jörð var þó ekki mikið minni.

w-blogg140316b

Þetta er sama snið - en kl.13 í gær (12. mars). Hér er vindhámarkið ekki efst í sniðinu heldur niðri í 850 hPa (um 1300 m). Gott dæmi um misjafnt veðraeðli.

En ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á hitabylgju dagsins. Hiti fór í 17,6 stig á Siglufirði nú í kvöld og í 10 stig eða meira á 48 stöðvum í byggð (af 107). Siglufjarðarhitinn er landsdægurmet og reyndar hæsti hiti sem nokkru sinni hefur mælst á landinu fyrstu 26 daga marsmánaðar. Þetta er annað landsdægurmetið í mánuðinum - sem þó hefur ekki verið neitt sérlega hlýr, er nú 0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára í Reykjavík, en -0,4 undir því á Akureyri.

Þykktin var í kvöld í hæstu hæðum - nærri því hæsta sem vitað er um hér við land í mars.Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gilti kl.18 í kvöld.

w-blogg140316c

Á kortinu er þykktin yfir Norðurlandi meiri en 5520 metrar (þætti gott sumargildi). Í fljótu bragði finnst aðeins ein jafnhá tala í endurgreiningum - 18. mars 1979 (kuldaárið mikla) - í vestanlofti sem komið var yfir Grænland.  

Þetta er harla óvenjulegt. 


Bloggfærslur 14. mars 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg060725a
  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 234
  • Sl. sólarhring: 436
  • Sl. viku: 1778
  • Frá upphafi: 2482773

Annað

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 1613
  • Gestir í dag: 208
  • IP-tölur í dag: 202

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband