9.1.2016 | 01:26
Norðanáttarvika?
Vestanvindabeltinu gengur illa að ná sér á strik eftir óróann mikla um áramótin, en þá ruddist óvenjuhlýtt loft norður á heimskautaslóðir - fyrst Atlantshafs- en síðan Kyrrahafsmegin. Hefur kuldinn enn ekki jafnað sig. - Eitthvað þarf auðvitað að borga fyrir hitaveituna - heldur kólnar á miðlægum breiddarstigum.
En það er þó óþarfi að láta líta svo út að þetta sé sérstaklega óvenjulegt - en því er samt ekki að neita að stóru kuldapollarnir eru tímabundið ívið hlýrri en verið hefur undanfarin ár.
Spákortið hér að neðan gildir síðdegis á mánudag (11. janúar). Það sýnir hæð 500 hPa-flatarins á stórum hluta norðurhvels jarðar (heildregnar línur) og þykktina (litir). Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið.
Fjólublái liturinn er hér tákn kaldasta loftsins. Þykktin í honum er minni en 4920 metrar - það er um það bil það lægsta sem búast má við hér á landi - það rétt ber við að við fáum þennan lit yfir okkur. Venjulega eru fjólubláu litirnir á þessum tíma árs að minnsta kosti þrír - jafnvel fjórir - þann dekksta köllum við ísaldarþykktina - okkur til skemmtunar. Sá litur er nú víðs fjarri.
En við sjáum að enn eru tvær öflugar, hlýjar háloftahæðir að flækjast fyrir - og sú þriðja að reyna að myndast þar sem mjög hlýtt loft streymir til norðurs fyrir vestan Grænland. Þessi hlýja tunga stuggar við kalda loftinu og við fáum dálítinn kuldapoll (L-ið vestur af Íslandi) suður fyrir vestan okkur. Þrátt fyrir nokkurn kulda er hann eiginlega ótrúlega vægur miðað við hánorrænan uppruna. Bandaríska veðurstofan gerir ívið meira úr honum heldur en evrópureiknimiðstöðin (sem framleiðir gögnin á kortinu).
Báðar reiknimiðstöðvar búa til smálægð á Grænlandshafi sem truflar það sem annars virðist ætla að verða vikulöng samfelld norðanátt. Svona kuldalægðir eru illútreiknanlegar með margra daga fyrirvara - snjóar?
En meðalkort næstu tíu daga er mjög stíft á norðanáttinni. Heildregnu línurnar sýna meðalsjávarmálsþrýsting, litirnir hitavik í 850 hPa. Að jafnaði eru vik í mannheimum lítillega vægari.
Mjög köldu er spáð í Skandinavíu - en hér á landi er betur sloppið - furðuvel miðað við vindátt satt best að segja. Gríðarleg hlýindi eru vestan Grænlands - hiti 13 stig yfir meðallagi á Baffinslandi - óvenjulegt í tíu daga meðaltali. Ekki er þó víst að íbúar í Igaluit (áður Frobisher Bay), höfuðstaðar Nunavut, njóti hlýindanna sérstaklega. Hlýtt loft sem þetta er tordregið alveg niður til jarðar á heimskautaslóðum - nema vindblandað saman við það kalda sem neðst liggur. Fyrir utan það að hlákur um hávetur teljast ekki sérlega eftirsóknarverðar á Baffinslandi - reyndar alls ekki - betra væri að fá hlákuna hingað til að vinna á klakanum - þar sem einhver von er til þess að það takist. - En langt er til vors og klakinn á sjálfsagt eftir að endurnýjast oft - þótt hann hyrfi um stund.
Bloggfærslur 9. janúar 2016
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 2
- Sl. sólarhring: 333
- Sl. viku: 1659
- Frá upphafi: 2482882
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1497
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010