Fyrir sunnan land

Útlit er fyrir að lægð helgarinnar fari fyrir sunnan land - sem þýðir að vætutíðin heldur áfram um landið norðaustan- og austanvert. Sjá má frumvarp evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðuna síðdegis á laugardag (8. ágúst) á kortinu hér að neðan.

w-blogg070815a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar, hiti í 850 hPa er sýndur með mislitum strikalínum, frostmarkslínan er grænleit - en þær sem sýna hita ofan frostmarks eru rauðar - og bláar línur merkja hita neðan þess. Úrkoma er sýnd með litum - grænt yfir í blátt (sjá kvarðann). 

Lægðarmiðjan er hér beint sunnan við land á leið norðaustur - ætli veður verði samt ekki sæmilegt um meginhluta landsins mestallan laugardaginn - helst að hann blási allra syðst á landinu - og sums staðar suðaustanlands. Rigningin nær eitthvað inn á land - verður væntanlega mest á Suðausturlandi - og síðar á Austfjörðum og Norðausturlandi. 

Þetta er býsna öflug lægð miðað við árstíma - en fer að grynnast á laugardagskvöld. Þeir sem treysta sér til að rýna í kortið sjá að hiti í 850 hPa er meiri en 20 stig í Mið-Evrópu - þykktin er þar meiri en 5700 metrar - veðurstofur flagga rauðum hitamæli á viðvörunarskiltum - en lítill kuldapollur veldur úrhelli í Pýreneafjöllum og Suður-Frakklandi - evrópskir spáveðurfræðingar hafa úr nægilegu að moða næstu vikuna.

Örin efst til vinstri bendir á kuldapollinn haustgrun fyrsta - en rétt er að gefa honum gaum næstu daga. Þar má, ef vel er að gáð, sjá -5 stiga línuna. Á suðurvæng pollsins er líka mjög hlýtt loft, meir en +10 stig í 850 hPa - og sjá má mikla bleytu og orkuríkt umhverfi við Nýfundnaland. - Reiknimiðstöðvar hafa ekki ákveðið hvort eitthvað að ráði verður til úr stefnumótum eftir helgi. 


Bloggfærslur 7. ágúst 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 324
  • Sl. sólarhring: 507
  • Sl. viku: 2033
  • Frá upphafi: 2484295

Annað

  • Innlit í dag: 301
  • Innlit sl. viku: 1826
  • Gestir í dag: 291
  • IP-tölur í dag: 284

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband