Óvenjumikil úrkoma

Undanfarna daga hefur verið sérlega mikil úrkoma víða á landinu norðan- og austanverðu. Ritstjóri hungurdiska hefur verið í nokkrum önnum og ekki gefist tími til að fara í vel í saumana á metamálum, en ljóst er þó að sólarhringsúrkomumet ársins voru slegin bæði í Litlu-Ávík (82,7 mm - gamla metið var 71,8 mm, sett í septmeber 2011) og á Sauðanesvita (114,7 mm - gamla metið var 95,0 mm, sett í júlí 2012). 

Sólarhringsúrkomumet ágústmánaðar voru auk þess slegin í Miðfjarðarnesi, á Auðnum í Öxnadal og í Lerkihlíð í Fnjóskadal. 

Nú má líka telja víst að ágústúrkomumet (heildarmagn mánðaðarins) verða slegin á nokkrum stöðvum, úrkoman í Litlu-Ávík og á Sauðanesvita er nú langt ofan við það sem mest hefur mælst áður sömu ágústdaga - og reyndar er hún meiri en mælst hefur í nokkrum mánuði öðrum. Líklega verður einnig sett ágústmet á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi, á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, á Skjaldþingsstöðum og í Miðfjarðarnesi. Fáeinar stöðvar til viðbótar eru nærri meti - en ekki enn alveg útséð um hvort af slíku verður.

Þegar þetta er skrifað (seint á föstudagskvöldi 28. ágúst) eru ekki allar mælingar komnar í hús - víða er aðeins mælt einu sinni á sólarhring, kl. 9 að morgni. Ritstjórinn þarf líka að líta betur á sjálfvirkar úrkomumælingar til að geta skorið úr um hvort þar sé um met að ræða. Vonandi gefst tími til þess þegar hrinunni linnir. 


Bloggfærslur 29. ágúst 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 348
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 2057
  • Frá upphafi: 2484319

Annað

  • Innlit í dag: 324
  • Innlit sl. viku: 1849
  • Gestir í dag: 311
  • IP-tölur í dag: 304

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband