Af hćsta hita ársins (til ţessa) á einstökum veđurstöđvum

Fyrir nokkru var á ţessum vettvangi fariđ yfir hćsta hita ársins á einstökum veđurstöđvum og hvenćr hann hafi mćlst. Í viđhenginu er listi sem nćr til allra veđurstöđva landsins.

Taflan hér ađ neđan sýnir stöđuna á mönnuđu stöđvunum. 

ármándagurklsthćst °C stöđ
20156281821,8 Stafholtsey
20156261820,5 Akureyri
20156271820,3 Ásgarđur
2015741819,8 Hjarđarland
20156261819,7 Bláfeldur
20156261819,4 Reykjavík
20156261819,2 Bergstađir
20156271819,2 Bergstađir
20156271819,0 Hólar í Dýrafirđi
20156261819,0 Mánárbakki
2015741818,7 Grímsstađir
2015741818,6 Eyrarbakki
20154181818,2 Skjaldţingsstađir
2015627917,5 Stykkishólmur
20154181817,3 Miđfjarđarnes
20156301817,1 Keflavíkurflugvöllur
201529916,8 Dalatangi
201575916,5 Bolungarvík
20156181816,4 Höfn í Hornafirđi
20156161815,6 Sauđanesviti
2015731815,5 Vatnsskarđshólar
20156191813,0 Litla-Ávík

Stöđvarnar eru 21, ţar af eiga ađeins 5 hćstan hita í júlí - en flestar í júní. Á Dalatanga er 9. febrúar enn „hlýjasti“ dagur ársins, og á Skjaldţingsstöđum og í Miđfjarđarnesi hafa enn ekki komiđ hlýrri dagar en 18. apríl. Dalatangi er ţekktur ólíkindastađur hvađ hámörk varđar - en heldur er ţetta öfugsnúiđ á hinum stöđvunum tveimur. - En ţeir hljóta ađ eiga eftir ađ bćta sig. 

Á mönnuđu stöđvunum á Stafholtsey enn hćstu töluna, 21,8 stig - en Litla-Ávík situr á botninum. Ţar hefur hiti enn ekki komist í meir en 13,0 stig. Í Reykjavík stendur talan í 19,4 stigum - ţađ er reyndar ekki fjarri miđgildi síđustu 50 ára, ţađ er 18,9 stig. Miđgildiđ segir til um miđju dreifingarinnar - hćsti hiti ársins hefur síđustu 50 árin í helmingi tilvika veriđ 18,9 stig eđa meiri - en í helmingi lćgri. Síđast var ţađ 2006 ađ hćsti hiti ársins varđ lćgri en ţađ sem best hefur veriđ til ţessa í ár. 

Lćgsta árshámark í Reykjavík frá upphafi samfelldra hámarksmćlinga 1920 er 14,7 stig, ţađ var 1921 sem skilađi svo lélegum árangri, nćst koma svo 15,6 stig 1973 og 1989. 

Listinn í viđhenginu nćr, eins og áđur sagđi til allra stöđva, nördin geta ţar starađ úr sér augun ađ vild. Hćsti hiti landsins á árinu til ţessa mćldist í Húsafelli 26. júní - hiti hefur komist í 20 stig á rúmlega 20 stöđvum, en 24 hafa ekki enn náđ 15. Ein hefur ekki náđ 10 stigum - ţađ er stöđin á Brúarjökli, 9,5 stig eru enn ţađ mesta ţar - mćldist í mars og aftur í maí. 

Á vegagerđarstöđvunum er Kolás í Borgarfirđi međ hćstu töluna, 21,5 stig - 26. júní (sama dag og hámarkiđ í Húsafelli). Ein vegagerđarstöđ, Steingrímsfjarđarheiđi, hefur enn ekki náđ 10 stigum, 9,8 stig er hćsta talan ţar - mćldist 4. júlí. 

Á sjálfvirku stöđvunum á apríl enn hćstu töluna á einum 14 stöđvum (11 á Austurlandi auk Raufarhafnar, Grímseyjar og Hornbjargsvita). Hlýi febrúardagurinn á enn hćsta hámarkiđ á Dalatanga, í Vattarnesi og Seley. - En ţetta getur varla orđiđ lokaniđurstađa ársins - eđa hvađ? Hvađa stöđvar skyldu ţađ annars vera sem nú ţegar hafa fengiđ hlýjasta dag ársins? Veđbankar í Englandi geta e.t.v. sinnt ţví máli?  


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 24. júlí 2015

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 389
  • Sl. sólarhring: 511
  • Sl. viku: 2098
  • Frá upphafi: 2484360

Annađ

  • Innlit í dag: 364
  • Innlit sl. viku: 1889
  • Gestir í dag: 349
  • IP-tölur í dag: 342

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband