Undir háloftaröstinni

Nú gengur allsnörp suðvestanátt yfir landið. Hún fylgir mikilli vindröst í háloftunum - miðað við árstíma. 

w-blogg080615a

Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 300 hPa-flatarins og vind í honum seint á mánudagskvöld. Vindur í röstinni miðri (skotvindi hennar) er meiri en 60 m/s. Hes rastarinnar teygir sig í átt til jarðar - þar sem bylgjur yfir fjöllum geta dregið vind niður í átt til jarðar. Því er spáð stormi sums staðar á hálendinu og jafnvel norðan og austan fjalla - einstakar hviður geta sömuleiðis gert sig gildandi. 

Þótt ekki sé hægt að segja að þetta sé beinlínis óvenjulegt að sumarlagi viljum við samt helst ekki sjá kerfi af þessu tagi. Norðanáttin sem gjarnan fylgir í kjölfar þeirra er líka oft afleit - en við virðumst eiga að sleppa sæmilega að þessu sinni - nema hvað kalt verður áfram. 

Einnig má telja happ(?) hvað laufgun trjáa er stutt á veg komin - hvöss suðvestanátt og selta fara aldrei vel með fallegar laufkrónur. 


Bloggfærslur 8. júní 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 438
  • Sl. viku: 1940
  • Frá upphafi: 2484479

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1748
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband