Hægfara

Hæð er nú yfir Grænlandi og hafinu fyrir norðan Ísland og breytingar hægar. Kortið hér að neðan gildir síðdegis á miðvikudag (24. júní) og sýnir hæð 500 hPa-flatarins og þykkt. 

w-blogg230615a

Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hærri er hitinn. Mörkin á milli gulu og grænu litanna er við 5460 metra - en það er nærri meðallagi í síðari hluta júnímánaðar. Nú er veðrahvolfið hlýrra fyrir norðan land heldur en fyrir sunnan það. Þetta er viðsnúningur á því sem venjulegt er. 

Til gamans taldi ritstjórinn hversu algengt þetta hefur verið hér við land frá upphafi háloftaathugana 1949. Taflan hér að neðan sýnir að ástand sem þetta er mun algengara að sumarlagi heldur en að vetri.

mán fjöldidg á ári
jan 170,25
feb  170,25
mar 190,28
apr 250,37
maí 711,06
jún 1211,81
júl 1241,85
ágú 841,25
sep 220,33
okt 330,49
nóv 240,36
des 170,25
    
samt 5748,57

Það er reyndar þannig að þegar þetta gerist er það gjarnan tvo til þrjá daga í röð - tíðni atburða er því í raun heldur lægri en hér er sýnt. En taflan sýnir okkur samt vel að langalgengast er að loft sé hlýrra sunnan við land í öllum mánuðum - 28 daga af 30 í júní en það er aðeins fjórða hvert ár að svona dagur skjóti upp kollinum í janúar. Tíðni þessara „öfugsnúnu“ daga er sjö sinnum meiri í júlí en í janúar.

En aftur að kortinu að ofan. Mjög kalt er við Vestur-Noreg og öruggt að markir kvarta þar og kveina á miðvikudaginn. Hlýtt gæti hins vegar orðið í innfjörðum Grænlands og á stöku stað hér á landi þar sem sjávarloftið smeygir sér undir það hlýja. Yfir Baffinslandi er leiðinda kuldapollur sem á að þvælast um á norðurslóðum næstu daga - vonandi í öruggri fjarlægð frá okkur. 


Bloggfærslur 23. júní 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 436
  • Sl. viku: 1938
  • Frá upphafi: 2484477

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1746
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband