7.5.2015 | 02:27
Yfir Norðuríshafi
Kuldinn þessa dagana á uppruna sinn í Norðuríshafi. Þegar hlýna tekur á vorin gerist það fyrst yfir meginlöndunum og hinir stóru kuldapollar vetrarins hörfa til norðurs og setjast gjarnan að yfir Norðuríshafi. Þar skjóta þeir öngum í ýmsar tilviljanakenndar áttir - og svo vill til að þessa dagana liggur einn anginn til okkar.
Þetta sýnir kortið hér að neðan.
Ísland er alveg neðst á myndinni - en norðurskautið nærri miðju. Kortið sýnir stöðuna í 500 hPa síðdegis á laugardag (9. maí) að mati bandaríska líkansins gfs. Litir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs.
Meginkuldapollurinn er rétt við norðurskautið - þar er vetrarkalt í miðju, smáblettur þar sem þykktin er enn undir 4980 metrum. Þrír kuldaangar liggja út frá miðju kuldapollsins - einn í átt til okkar, annar suður um Hudsonflóa og sá þriðji og öflugasti í átt til austurhluta Síberíu (er að hluta til utan við kortið).
Breytingar eru hægar - jafnhæðarlínur gisnar og fátt til bjargar. Það tekur tíma að búa til hlýjan hæðarhrygg sem beinir hlýju lofti í átt til landsins. Meiri von er til þess að eitthvert lægðardraganna stuggi við kaldasta loftinu - og við lendum á mörkum bláu og grænu litanna - það er ekki gott en þó talsvert skárra en ástandið síðustu vikuna.
Annar möguleiki er að meginkuldapollurinn fari á stjá - til þess þarf þó að aflaga hann eitthvað - þá gæti hann breytt lægðardraga og hæðarhryggjamynstrinu sem hefur verið alveg fastlæst að undanförnu. - En fari pollurinn á hreyfingu fer af stað eins konar rússnesk rúlletta - við viljum alla vega ekki fá hann eða frekari útskot úr honum til okkar -.
Þeir sem nenna að fletta í gegnum froðuna geta fundið tölulega smámola um kuldakastið á fjasbókarsíðu hungurdiska - .
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 7. maí 2015
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 51
- Sl. sólarhring: 296
- Sl. viku: 1977
- Frá upphafi: 2484516
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 1783
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010