Svalt áfram

Enn bólar ekkert á hlýju lofti. Hiti hefur þó hangið í meðallagi síðustu tíu ára á landinu í heild síðustu tíu til tólf daga - og út af fyrir sig varla hægt að kvarta undan því. En maímánuður í heild verður samt sá kaldasti um langt skeið - og næstu tveir til þrír dagar sennilega kaldari heldur en þeir síðustu. - Eitthvað hlýnar um helgina en ekki svo um muni. 

w-blogg270515a

Kortið sýnir hæð 500 hPa flatarins í spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 á fimmtudag, 28. maí. Litirnir sýna þykktina - hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því lægri sem hún er því kaldara er loftið. Ljósblái liturinn er frekar litur aprílmánaðar heldur en maí. Þótt sólargangur sé nú orðinn mjög langur eru líkur á næturfrosti víða um land í bláa litnum - þar sem léttskýjað verður. 

Út af fyrir sig nægir hann ekki í snjókomu á láglendi - nema þar sem úrkoma er áköf - þar snjóar - við látum Veðurstofuna um að meta líkur á snjókomu. 

Kuldapollurinn yfir Labrador er athyglisverður - það er reyndar hann sem á að færa okkur austanátt og ívið hlýrra veður um helgina - en á að ná mikilli snerpu fyrir sunnan Grænland - spár segja 500 hPa-flötinn fara þar niður í 5002 metra um hádegi á laugardag, það er með lægstu gildum á þessum árstíma - en hann á ekki að ná í nægilega hlýtt loft til að um lágþrýstimet við sjávarmál verði að ræða. 


Bloggfærslur 27. maí 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 101
  • Sl. sólarhring: 300
  • Sl. viku: 2027
  • Frá upphafi: 2484566

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1816
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband