Norðanáttin gengur niður (að nafninu til)

Nú er snarpasta norðanáttin um það bil að ganga niður - en samt verður kalt áfram. Þar sem sólar nýtur verður þó hægt að sitja sunnan undir vegg yfir miðjan daginn og horfa á smáfuglana án þess að vera í fjallagalla. 

En sólin er ekki endilega gefin - kalda loftið í kringum landið býr til smálægðir í samvinnu við sjó og óráðið þrýstisvið. Lægðunum fylgja ský eins og vera ber og vel gæti snjóað á stöku stað, t.d. virðast líkur á slíkri úrkomu sums staðar sunnanlands næstu tvo til þrjá daga. Alla vega skyldi enginn verða hissa á slíku. Líkurnar eru minni um landið vestanvert - þó ekki engar.

Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum síðdegis á morgun (miðvikudaginn 29. apríl - og er fengin úr safni evrópureiknimiðstöðvarinnar.

w-blogg290415a

Myndarleg hæð er yfir Grænlandi - og enn er nokkur norðanátt fyrir austan land. Þetta er kort af því tagi sem maður myndi draga upp til að sýna dæmigert veður á hörpu - árstíð norðanáttarinnar. 

Ef vel er rýnt í kortið má sjá úrkomuslæður á sveimi í námunda við landið - þetta eru áðurtilteknir úrkomubakkar og smálægðir. Hitinn er ekki hár, -10° jafnhitalínan liggur um landið - nokkrum stigum undir meðalagi. Svo er ekki mjög langt í -15 stiga línuna norður í hafi - við viljum helst sleppa við að fá hana aftur og þegar þetta er skrifað eru spár helst á því að hún hörfi smám saman.

Lægðasvæðið langt suður í hafi er í framsókn þótt hægt gangi - hugsanleg hingaðkoma þess er eina vonin sem stendur um eitthvað hlýrra veður. 


Bloggfærslur 29. apríl 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 147
  • Sl. sólarhring: 255
  • Sl. viku: 2073
  • Frá upphafi: 2484612

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 1855
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 108

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband