Í kalda loftinu

Svo virðist sem við verðum í köldu lofti næstu daga - fyrst af vestrænum uppruna, en norðanloft gæti litið við þegar kemur fram á þriðjudag. Heimskautaröstin liggur beint til austurs fyrir sunnan land (ekki svo mjög fjarlægð samt) - mjög öflug þessa dagana eins og sjá má af kortinu hér að neðan. Það er úr smiðju evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir um hádegi á sunnudag (29. mars). 

w-blogg280315a

Kortið sýnir hæð 300 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Vindstyrkur og stefna eru sýnd með hefðbundnum vindörvum, en vindhraðinn líka í lit, ljósari græni liturinn byrjar við 80 hnúta (40 m/s). 

Lægstur er flöturinn við Vestur-Grænland þar sem þrengsta jafnhæðarlínan sýnir 8220 metra. Hæstur er flöturinn aftur á móti við Asóreyjar þar sem sjá má í 9540 metra jafnhæðarlínuna. Munar 1330 metrum á því hæsta og lægsta á kortinu. Þetta nægir til að búa til mjög snarpa röst - skotvindurinn (kjarni rastarinnar) fer í nærri 200 hnúta (100 m/s) þar sem mest er. 

Við þökkum auðvitað fyrir að vera ekki í skotlínunni. Hér verður þó að minna á að mikill vindur í háloftum þýðir ekki endilega að vindur sé mikill niðri við sjávarmál. En röstin ber neðri veðrakerfi áfram og fóðrar þau sum hver. 

Á kortinu er Ísland alveg norðan rastar en hins vegar í suðvestanátt - og sömuleiðis er lægðarsveigja á jafnhæðarlínunum. Loft í kringum landið er óstöðugt og í því eru flóknar smálægðir og éljagarðar sem reiknimiðstöðvar ráða ekki vel við - alla vega eru þær mjög ósammála um öll smáatriði veðurs á sunnudaginn. Það ruglar okkur bara í ríminu að fara að tala um það hér og nú hvar snjóar, hversu mikið - og hvar alls ekki. Horfum þess í stað til himins - nú eða fylgjumst með nýjustu gervihnatta- og veðursjármyndum á vef Veðurstofunnar - vilji menn ekki fara út - eða sjái ekki til himins fyrir húsum eða trjám. 


Bloggfærslur 28. mars 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 201
  • Sl. viku: 1802
  • Frá upphafi: 2484682

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1619
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband