Norðanátt í einn dag

Mánudagurinn 23. mars (alþjóðaveðurdagurinn) virðist frátekinn fyrir norðanátt að þessu sinni. Hún er þó ekki sérlega öflug og á að sögn reiknimiðstöðva ekki að standa lengi. En þó með frosti um land allt og éljum eða snjókomu nyrðra.

w-blogg220315a

Kortið sýnir hugmynd evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum kl. 18 á mánudag. Það er ekki ástæða til að segja margt um þetta kort. Það er -10 stiga jafnhitalínan í 850 hPa sem hringar sig um landið - boðskapur hennar er yfirleitt frost um nær allt land. En þetta getur samt ekki talist köld norðanátt - og langt er í -15 stig, og -20 stig sjást ekki norður undan.

Svo er fyrirferðarmikið lægðasvæði suðvestur af Grænlandi - og það boðar nýjan landsynning - rúmum sólarhring síðar en kortið gildir. Kannski þriðjudagurinn verði hægur um mestallt land? Slíkt væri vel þegið. 


Bloggfærslur 22. mars 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 201
  • Sl. viku: 1802
  • Frá upphafi: 2484682

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1619
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband