14.3.2015 | 17:39
Eitt versta veður síðari ára
Nú er hægt að slá á samanburð illviðrisins í dag og annarra veðra síðari ára. Annar vegar teljum við á hversu mörgum sjálfvirkum stöðvum í byggð - af öllum - vindur náði 20 m/s á athugunartíma og reiknum hlutfall. Það berum við saman við hlutfall annarra daga.
Þá fæst eftirfarandi tafla:
röð | ár | mán | dagur | vísitala |
1 | 2001 | 11 | 10 | 746 |
2 | 1999 | 1 | 16 | 723 |
3 | 2008 | 2 | 8 | 705 |
4 | 2008 | 1 | 27 | 676 |
5 | 2015 | 3 | 14 | 675 |
6 | 2007 | 12 | 30 | 660 |
7 | 2014 | 11 | 30 | 594 |
8 | 2001 | 12 | 7 | 562 |
Taflan nær frá janúar 1996 til dagsins í dag. Veðrið í dag er í 5. sæti - á sennilega eftir að hækka aðeins - dagurinn er ekki liðinn (gert kl. 16:30). Munur á þessum veðrum er varla marktækur - en veðrið í dag er alla vega ekki verra en þau verstu.
Við getum líka reiknað meðalvindraða sólarhringsins á sjálfvirkum stöðvum í byggð og búið til þessa töflu:
röð | ár | mán | dagur | mvindur |
1 | 1999 | 1 | 16 | 16,44 |
2 | 2012 | 11 | 2 | 15,46 |
3 | 1996 | 2 | 21 | 15,41 |
4 | 2015 | 3 | 14 | 15,28 |
5 | 1996 | 11 | 14 | 15,22 |
6 | 2001 | 11 | 10 | 14,94 |
7 | 2007 | 11 | 30 | 14,50 |
8 | 2011 | 3 | 14 | 14,29 |
Aftasti dálkurinn sýnir meðalvindhraða í m/s. Veður dagsins er hér í 4. sæti - en á væntanlega eftir að hrapa nokkuð þar til deginum lýkur (hægasti hluti sólarhringsins) er eftir. En samt - þetta er vel af sér vikið.
Vekja má athygli á því að 30. nóvember 2007 er á öðrum listanum, en 30. desember sama ár á hinum - þetta er rétt. Þessir tveir dagar komast á sitt hvorn listann.
Fyrri listinn mælir helst snerpu veðra - en sá síðari afl og úthald. Við reynum að bera saman árangur í sprett- og langhlaupum. Sumir dagar fá verðlaun í báðum flokkum - en aðrir láta sér annan nægja.
Breyting í lok dags:
Eins og líklegt var talið hér að ofan hækkaði dagurinn lítillega í snerpunni (efri taflan) - vísitalan endaði í 688 og þar með í fjórða sæti (en ómarktækt lægri en þrjú efstu sætin).
Hins vegar hrapaði dagurinn talsvert í úthaldskeppninni - eins og búast mátti við - meðalvindhraði í byggð endaði í 13,11 m/s og hrap niður í 24. til 25. sæti er staðreynd.
Vísindi og fræði | Breytt 15.3.2015 kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2015 | 17:25
Hárastarveður
Veðrið sem gekk yfir landið í morgun og í dag var eitt það versta á síðari árum - hvað vindhraða varðar. Lægðin var ekkert sérstaklega djúp - en lagðist þannig að skotvindur heimskautarastarinnar gat teygt sig nærri niður að sjávarmáli. Þetta kemur fyrir en illviðrin fyrr í vetur hafa ekki verið þessarar gerðar.
Víst er að þversnið vinds frá sjávarmáli og upp í 10 km hæð (250 hPa) líta ekki oft eins illa út og sjá má á myndinni hér að neðan.
Sjá má legu sniðsins á litla kortinu uppi í hægra horni - syðsti hlutinn er lengst til vinstri - Snæfellsnes kemur fram sem lítill grár hóll neðst fyrir miðju - og Vestfjarðafjöllin aðeins hærri þar lengra til hægri.
Bleikgráu litirnir sýna svæði þar sem vindur er meiri en 48 m/s - vindur fer vaxandi upp í gegnum allt veðrahvolfið - engin lægri staðbundin hámörk er að finna. Vindáttin er svipuð uppúr og niðrúr - hallast aðeins austur fyrir suður alveg neðst - vegna núningsáhrifa.
Þeir sem vilja rýna frekar í myndina geta tekið eftir því að mættishitalínur (heildregnar) eru ekki nema tvær undir 800 hPa hæð á öllum vinstri helmingi myndarinnar - þarna er loftið orðið nokkuð vel blandað og bylgjur eru því veikar yfir Snæfellsnesi þrátt fyrir að vindáttin sé þvert á fjöllin - ofar eru mættishitalínurnar þéttari og þar ber meira á bylgjum - eins yfir Vestfjörðum - þar sem mættishitalínurnar eru þéttari.
Síðari myndin sýnir þversnið austur eftir Norðurlandi. Þar eru mættishitalínur þéttari og bylgjur mun meiri og draga þær 50m/s nærri því niður til jarðar yfir Tröllaskaga - hes rastarinnar lafir niður undir fjöll. Harla óhuggulegt svo ekki sé meira sagt.
Strikalínan (græn) sem liggur á ská upp til vinstri sýnir svæði (halla) þar sem mættishitalínurnar liggja mjög bratt - þetta eru einhvers konar skil.
Þetta er skólabókardæmi um hárastarveður. Þau eru algengust í suðlægu áttunum - en koma líka fyrir í vestanátt - en nokkuð langt er þó síðan ritstjórinn hefur séð góð dæmi um slíkt í mjög vondu veðri.
Afskaplega gagnlegt er að fá að sjá teikningar sem þessar úr nákvæmu veðurlíkani eins og harmonie-líkanið er. Þökk sé öllum þeim sem gerðu það mögulegt, tökum ofan fyrir harmonie-teymi Veðurstofunnar - og spávakt Veðurstofunnar.
14.3.2015 | 01:23
Mjög tætingsleg lægð - að sjá
Lægðin sem á að valda illviðri á morgun laugardag (14. mars) er óvenju tætingsleg að sjá - miðað við margar frænkur sínar. Hér verður ekki neitt rætt um spána - það kynni að valda misskilningi - við látum Veðurstofuna um að halda utan um málið.
En við skulum samt líta á tvær myndir - báðar frá miðnætti (á föstudagskvöld 13. mars). Sú fyrri er hitamynd.
Jú, vanir myndarýnendur sjá lægðarmiðjuna suður í hafi - en margar blikur eru á lofti harla óhefðbundnar - en greina má haus (hæsti hluti hans er kominn framúr lægðinni) - Hlýja færibandið austan lægðarmiðjunnar er sérlega tætingslegt - en þurra rifan sést. En - ætli það sé ekki vissara að líta á vatnsgufumyndina líka.
Margt skýrara hér. Hálfgert svarthol sést nærri lægðarmiðjunni - þurra rifan -. Þetta er harla óþægilegt. En veðrið gengur hratt hjá - varla tími til að snúa sér við.
Bloggfærslur 14. mars 2015
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 9
- Sl. sólarhring: 204
- Sl. viku: 1805
- Frá upphafi: 2484685
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 1622
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010