Lægðin mikla

Þá er það ljóst. Lægsti sjávarmálsþrýstingur dagsins á landinu mældist á Kirkjubæjarklaustri kl. 5 í morgun, 930,2 hPa. Þetta er lægsti þrýstingur sem mælst hefur á landinu frá því 24. desember 1989, þá mældust 929,5 hPa á Stórhöfða og 5, janúar 1983 mældist þrýstingur þar 929,9 hPa.

Til að finna enn lægri þrýsting þarf að fara mun lengra aftur - en um metin þau er fjallað í fróðleikspistli á vef Veðurstofunnar. Þessi lægð telst því mjög óvenjuleg - en þó skortir aðeins upp á að við getum notað allra þyngstu lýsingarorð um dýpt hennar. - Auk þess eru ámóta djúpar lægðir á sveimi á Atlantshafi - ekki oft - en nógu oft til þess að varla er rétt að tala um þessa lægð í einhverjum heimsendatón - eins og dálítið hefur sést á erlendum fréttamiðlum.

islandskort-2015-12-30_0900

Þetta kort er af vef Veðurstofunnar og sýnir veður á landinu kl. 9 í morgun (miðvikudag 30. desember). Hér er lægðin um 931 hPa í miðju. Eins og sjá má á töflunni í viðhenginu fór þrýstingur á stöðvum á Norðurlandi lægst í 932,0 hPs á Akureyri og í Grímsey. Hugsanlega er þetta lægsti þrýstingur sem nokkru sinni hefur mælst á þessum stöðum - en málið er í athugun* - sömuleiðis hugsanleg stöðvamet víðar á landinu. 

Kortið sýnir einnig að vindurinn er mestur yfir Austurlandi þar sem þrýstilínur eru þéttastar. 

Þótt sjávarflóð séu sjaldgæfari á Austfjörðum en víða annars staðar við strendur landsins hefur samt alloft orðið þar umtalsvert tjón af völdum þeirra - en slíkt vill gleymast þegar langur tími líður á milli atburða. Ekkert þessara eldri flóðaveðra er þó eins og þetta - hvert veður hefur sín sérstöku einkenni. 

Viðbót 30.12. kl.22:30. Við leit fannst ein lægri tala á Akureyri, 931,4 hPa, 3.janúar 1933 kl.8. Þá fór þrýstingur niður í 923,9 hPa á Stórhöfða. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 30. desember 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg060725a
  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 104
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 1761
  • Frá upphafi: 2482984

Annað

  • Innlit í dag: 89
  • Innlit sl. viku: 1584
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband