Kaldur jóladagur?

Ritstjórinn hefur ekki ţrek til ţess ađ fara ađ rćđa krýsuvíkurkuldaveiki evrópureiknimiđstöđvarinnar (umfram ţau dćmi sem hann hefur ţegar nefnt á fjasbókarsíđunni - og fjölmargir fjasarar og tístarar ađrir hafa líka fjallađ um) - en ţađ stefnir samt í kaldan jóladag á landinu. 

Ţegar flett er upp í skrám kemur í ljós ađ mjög kaldir jóladagar hafa ekki veriđ í tísku á undanförnum árum - á landinu í heild. Eiginlega ţarf ađ fara aftur til jóla 1995 til ađ finna kulda sem ađ kveđur. Ţá reiknađist landsmeđalhiti í byggđ -10,7 stig, 2001 er kaldastur jóladaga síđan, međ međalhita -4,5 stig, ţađ er vissulega kalt - en samt ekki alveg eins kalt og var á landinu fyrir rúmri viku, svo dćmi sé tekiđ. 

Spákort evrópureiknimiđstöđvarinnar hér ađ neđan sýnir hćđ 500 hPa-flatarins og ţykkt eins og ţćr reiknast um hádegi á jóladag.

w-blogg221215a

Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Međalţykkt í desember (1981 til 2010) hér viđ land er um 5250 metrar. Litirnir á kortinu (kvarđinn batnar sé kortiđ stćkkađ) sýna ađ ţykktin yfir landinu er um 5100 metrar - meiri suđvestanlands - en niđur í 5040 metra viđ norđausturströndina. Ţetta ţýđir ađ hiti í neđanverđu veđrahvolfi á ađ vera 7-8 stigum neđan međallags. Kuldapollurinn Stóri-Boli hefur teygt krumlu sína yfir Grćnland - en ţađ er frekar óvenjulegt - venjulega er hann frekar ađ slá sér suđur međ austurströndinni - í mestu kuldaköstum hérlendis. 

Landsmeđalhiti í byggđ í desember er rétt neđan frostmarks (reiknast -0,5 stig fyrir 1981 til 2010) - ţađ er ţví greinilega veriđ ađ spá kaldasta jóladegi frá 1995 - á landinu í heild. Nú - dokum viđ. Ţykktarspáin er ekki endilega rétt (4 dagar enn til jóladags ţegar reiknađ var) - svo er samband ţykktar og međalhita á landinu auđvitađ langt í frá hreint - ţađ var t.d. talsvert kaldara 1995 heldur en ţykktin ţá gaf ein og sér til kynna (gerist ţađ nú?) - síđan er auđvitađ allur gangur međ einstakar stöđvar - á einhverjum stöđvum gćti jóladagur orđiđ sá kaldasti síđan fyrir löngu-löngu. 

Sólarhringsmeđalhiti í Reykjavík á jóladag 1995 var -8,5 stig (býsna kalt ţađ) - komumst viđ niđur fyrir ţađ nú ţarf ađ leita allt aftur til 1901 eftir lćgri tölu [-10,3 stig] - kaldastur jóladaga í Reykjavík var 1880, sólarhringsmeđalhiti reiknađist -14,2 stig - og sólarhringslágmarkiđ var ţá -15,9 stig - ţađ lćgsta á jóladag í Reykjavík. 

Jóladagur 1995 er einnig sá kaldasti sem viđ vitum um á síđari árum á Akureyri, sólarhringsmeđalhitinn var -12,6 stig, en lágmarkiđ -16,0 stig. Ekki var mćlt (opinberlega) á Akureyri um jólin 1880, en lćgsta lágmark jóladags ţar er -18,4 stig sem mćldust 1906. Aftur á móti fór frostiđ á annan í jólum 1995 í -20,6 stig á Akureyri.

Stađarhitaspár hrökkva mikiđ til frá einni spárunu til annarrar - og viđ sleppum ţví auđvitađ ađ rćđa tölur einstakra stöđva marga daga fram í tímann - en ţó má geta ţess, fyrir ţá sem eru ađ fylgjast međ stađarspám (hvort sem er á vef Veđurstofunnar - eđa ţá á vef norsku veđurstofunnar) ađ krýsuvíkurkuldaveiki evrópureiknimiđstöđvarinnar nćr ekki til Akureyrar - en reyndar til fleiri bletta á landinu heldur en Reykjanesskaga (sjá dćmi á fjasbókarsíđu hungurdiska). Varist ađ fá kal á sálina af krýsuvíkurveikinni. 


Bloggfćrslur 22. desember 2015

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg060725a
  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c
  • w-blogg020725b
  • w-blogg020725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 118
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 1775
  • Frá upphafi: 2482998

Annađ

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 1597
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband