Stórar og blautar - en ekki mjög krassandi lægðir

Miklar lægðir reika nú um Atlantshafið - en virðast varla ætla að valda umtalsverðum leiðindum. Nokkuð snörp lægð á að vísu að fara norður með Austurlandi annað kvöld (föstudag) - en vindbelgingurinn virðist aðallaga ætla að halda sig austan við hana - en ekki inn á landinu. 

Þegar þessi lægð fer hjá snýst vindur til norðurs og síðar vesturs um meginhluta landsins - samfara þessu á að kólna - en varla að nokkru gagni - (eða ógagni).

Kortið sýnir hugmynd evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum síðdegis á laugardag (7. nóvember).

w-blogg061115a

Aðallægðin er komin norðaustur fyrir land og leggur lægðardag til vesturs með norðurströndinni - eitthvað kólnar og sjálfsagt snjóar á fjallvegum. Næsta lægð er svo yfir Labrador - hún er eitthvað misþroska og á ekki að gera margt af sér á leið sinni - en hún á að liggja til austurs fyrir sunnan land. Á undan lægðinni fer hæðarhryggur - sem truflar hana - jafnvel svo að hún fær ekki að njóta sín - en það kemur í ljós. 

Það er býsna kalt loft vestan Grænlands - og sömuleiðis við norðaustaurhorn þess - þessir kuldapollar eiga víst ekki að angra okkur að sinni - en mjög hlýtt loft ekki að gleðja okkur heldur. 

Tilfinningin er sú að í grunninn sé eitthvað lítið sé um að vera - þrátt fyrir lægðaganginn. Ritstjórinn brosir ánægjubrosi meðan svo er - og heldur áfram að huga að fortíðinni - enda er hún enn fastari fyrir heldur en systir hennar framtíðin. 

 


Bloggfærslur 6. nóvember 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg090725b
  • w-blogg090725a
  • w-blogg060725a
  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 27
  • Sl. sólarhring: 309
  • Sl. viku: 1621
  • Frá upphafi: 2483313

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1464
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband