Þarf eina lægð enn - til þess að hann kólni að marki

Nú er hann genginn í norðanátt - sem ekki er þó sérlega köld. Landsmeðalhiti í dag (fimmtudag 12. nóvember) var nærri meðallagi síðustu tíu ára - og á ekki að lækka mikið - strax. 

Kortið sýnir stöðuna síðdegis á laugardag. 

w-blogg131115a

Lægðin sem plagar austlendinga á morgun - föstudag - er þá komin austur til Noregs - en það er nýja lægðin vestur af Bretlandseyjum sem gæti dregið með sér (eða étið) háloftakerfin tvö sem nú tefja framrás norðanloftsins til okkar. Í einhverjum skilningi er lægð þessi leifar fellibylsins Kate. 

Háloftakerfin tvö sem rætt er um er hæðarhryggur fyrir norðan land - kalda loftið kemst ekki greiðlega framhjá honum þar sem hann er - gæti kannski laumast undir - og köld háloftalægð á Grænlandshafi sem beinir lofti úr suðaustri yfir landið. Þótt þetta loft sé frekar kalt - er það ekki nærri nógu kalt til þess að teljast til vetrarsveitanna höggþungu. 

En lægðin á kortinu hér að ofan á að dýpka og valda allhvassri norðaustanátt hér á land á mánudag. 

Við skulum líka líta á 500 hPa-kortið sem gildir á sama tíma (síðdegis á laugardag).

w-blogg131115b

Heimskautaröstin er hér fyrir sunnan land - og við því tæknilega í kalda loftinu - svölu haustlofti. En ef lægðin á Grænlandshafi dregst til austurs fyrir sunnan land - og hæðin eyðist gæti orðið til greið leið til suðurs yfir Ísland fyrir vetrarloftið - en ekki fyrr en í fyrsta lagi seint á þriðjudag en líklega enn seinna - og hugsanlega ekki. - En þar sem evrópureiknimiðstöðin og bandaríska veðurstofan virðast í aðalatriðum sammála um innreið vetrarins skulum við trúa - í bili - en áskiljum okkur rétt til að skipta um skoðun (við erum alltaf að því hvort eð er. 


Bloggfærslur 13. nóvember 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg090725b
  • w-blogg090725a
  • w-blogg060725a
  • w-blogg040725a
  • w-blogg020725c

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 310
  • Sl. viku: 1622
  • Frá upphafi: 2483314

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1465
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband