Snjóafkoma frá 1. september

Í september voru gerðar ýmsar betrumbætur og uppfærslur á harmonie-spálíkani Veðurstofunnar - vonandi skila þær sér í enn betri spám í vetur. Í eldri gerð líkansins hættu jöklar landsins að bráðna þegar (sýndar-)snjór vetrarins var uppurinn. Eftir uppfærsluna fá jöklarnir nú að bráðna gefi líkanið tilefni til. Hungurdiskar óska líkanteyminu til hamingju með uppfærsluna. 

Bolli Pálmason kortagerðarmeistari hefur nú útbúið kort sem sýnir snjóafkomu í líkaninu frá 1. september. Þar má sjá allmikla jöklabráðnun frá þeim tíma - sem við höfum líka frétt af í raunheimum - sem bættri vatnsstöðu virkjanalóna.

w-blogg091015a

Kortið nær til fimmtudags 8. október kl. 18. Á gráu hefur snjór safnast fyrir - (aðallega síðustu daga), á Esjunni er t.d. talan 27 kg á fermetra og 10 í Bláfjöllum (kortið batnar sé það stækkað í vafranum).  

Gulir og brúnir litir sýna svæði þar sem snjór hefur bráðnað frá 1.september. Mikið hefur bráðnað á skriðjöklum Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls - en efra á jöklunum safnast snjór saman. 

Þetta er allt í sýndarheimum - en engu að síður verður gaman að fylgjast með í vetur.


Bloggfærslur 9. október 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 67
  • Sl. sólarhring: 368
  • Sl. viku: 1776
  • Frá upphafi: 2484038

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 1585
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband