Hiti íslenska sumarsins 2015

Nú mun óhætt að líta á meðalhita sumarsins 2015, frá fyrsta sumardegi að telja og bera hann saman við fyrri hita fyrri sumra.

Skemmst er frá því að segja að í heild var sumarið heldur kalt miðað við það sem verið hefur að undanförnu - og meðaltalið er lítillega lægra heldur en meðaltal alls tímabilsins sem sýnt er á myndunum hér að neðan. 

Fyrri myndin sýnir meðalhita í Reykjavík 1949 til 2015.

Meðalhiti íslenska sumarsins í Reykjavík 1949 til 2015

Talan er 8,2 stig í Reykjavík, 0,2 stigum undir meðallagi allra sumranna sem myndin sýnir. Þetta hefði þó þótt góður hiti á árunum fyrir aldamót. Sumarið 2013 var lítillega kaldara en nú - en annars þarf að fara aftur til 1995 til að finna ámóta. Ástæðu svalans í ár er að leita í hinni stöðugu norðanátt sem ríkti langt fram eftir, en síðan hefur hiti verið þokkalega hár - með þó vaxandi bleytu. 

Meðalhiti íslenska sumarsins á Akureyri 1949 til 2015

Á Akureyri er hitinn líka undir meðallagi tímabilsins alls - þrátt fyrir hlýindi síðari hlutann. En samt er nærri því eins kalt og var í kringum 1980 - og flest hafísárin. Sveiflurnar eru áberandi grófgerðari á Akureyri heldur en í Reykjavík - en lóðrétti kvarðinn á myndunum er sá sami. 


Bloggfærslur 23. október 2015

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 68
  • Sl. sólarhring: 369
  • Sl. viku: 1777
  • Frá upphafi: 2484039

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 1586
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband