Sumardagafjöldi í Reykjavík 2014

Sumarið 2013 birtist hér á hungurdiskum talning á sumardögum í Reykjavík. Skilgreiningin var nokkuð sérviskuleg og ströng - nokkuð með grilltíðina í huga. Þeir sem vilja rifja hana upp geta lesið skilgreiningarpistilinn sjálfan. Hann var dagsettur 20. júní 2013

Nú er sumarið ekki alveg búið - Akureyri er t.d. búin að hala inn þrjá sumardaga það sem af er september. Á að meðaltali 5 sumardaga í þeim mánuði - en Reykjavík 0 til 1. Við höfum hugsanlega viðbót í huga - en lítum samt á tölur sumarsins 2014 eins og þær standa nú.

w-blogg070914a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enn á ný sést hversu nýja öldin sker sig frá tímabilinu 1961 til 1990. Meðaltal þess tímabils er sýnt með blárri strikalínu - en meðaltal síðustu tíu ára (2004 til 2013) er sýnt með rauðri. Sumarið 2013 var við kuldaskeiðsmeðaltalið - með fæsta sumardaga frá 1996 að telja. Sumarið í sumar var mun gæfara með 33 daga - 20 fleiri en meðaltalið kalda. En er þó þremur dögum undir meðallagi síðustu tíu ára.

Sumarið sem er að líða (2014) var líka gott á Akureyri eins og sjá má á síðari mynd dagsins.

w-blogg070914b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Akureyri eru sumardagar ársins 2014 nú orðnir 52 - og veðurspár næstu daga gefa tilefni til þess að vona að þeir verði enn fleiri.  


Bloggfærslur 7. september 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 77
  • Sl. sólarhring: 230
  • Sl. viku: 1987
  • Frá upphafi: 2484986

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 1775
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband