Hitafar yfir Keflavíkurflugvelli síđustu sex áratugi - 3. áfangi

Í fyrri pistlum sömu fyrirsagnar var fjallađ um hitafar í háloftunum yfir Keflavík síđustu sex áratugina rúma. Í fyrsta pistlinum litiđ á yfirborđsmćlingar og í 850 hPa hćđ, en í öđrum um hitafar í 700 hPa og 500 hPa-flötunum, í ţriggja og fimm kílómetra hćđ. Hitaţróun er ekki alveg međ sama hćtti í ţessum hćđum öllum - en á ţađ ţó sameiginlegt ađ hiti hefur veriđ hćrri á ţessari öld heldur en á fyrstu árum ţessara athugana og sérstaklega hlýrri en fyrir um 30 árum.

Nú förum viđ upp í 300 hPa og 200 hPa-fletina. Sá fyrri er nćrri 9 kílómetra frá jörđ (hćđin sveiflast ţó mikiđ frá degi til dags), 200 hPa flöturinn er ađ jafnađi í um 11 kílómetra hćđ. Hér á norđurslóđum er 300 hPa flöturinn í svipađri hćđ og veđrahvörfin - ýmist neđan eđa ofan ţeirra. Heimskautaröstin - ađalvindröst á okkar slóđum er oftast ţar nćrri. 

Frćđin segja ađ hlýnun í veđrahvolfinu af völdum aukinna gróđurhúsaáhrifa ţýđi ađ kólna muni í heiđhvolfinu - ef ekkert annađ breyttist. Auđveldast er ađ gera sér ţetta í hugarlund međ ţví ađ gera ráđ fyrir ţví ađ veđrahvolfiđ bólgni lítillega viđ hlýnunina - viđ ţađ lyftast veđrahvörfin upp. Ţađ sem lyftist kólnar.

Lćgri flötur ţessa pistils, 300 hPa eru nćrri veđrahvörfum. Hlýnar ţar eđa kólnar? Ţađ er ekki gott ađ segja - tilfćrsla heimskautarastarinnar getur ráđiđ jafnmiklu um ţróun hitans. Efri flöturinn, 200 hPa er nćrri ţví alltaf ofan veđrahvarfa hér viđ land. Skyldi hafa kólnađ ţar á síđustu áratugum?

Fyrri myndin sýnir hitaţróun ađ vetrarlagi (miđađ viđ desember til febrúar). Daufgrá lína sýnir međalhita vetrar frá ári til árs í 300 hPa, en ţykkdregin lína sýnir 10-ára keđjumeđaltöl. Grćnar strikalínur sýna vetrarhita í 200 hPa en ţykkdregin grćn lína sýnir 10-ára keđjumeđaltöl. 

 w-blogg250914d

Vinstri kvarđinn sýnir hita í 300 hPa - en sá til hćgri vísar til 200 hPa-flatarins. Eins og sjá má munar ekki nema um 4 stigum á međalhita í flötunum tveimur. Vetrarhiti í 300 hPa virđist ekki hafa breyst mikiđ á síđustu 60 árum - en greinilega hefur kólnađ í 200 hPa. Ađalkólnunin átti sér stađ á 8. áratugnum - en ekki nýlega. 

Síđari myndin sýnir sumarástandiđ - merkingar eru ţćr sömu, nema hvađ á kvörđunum er nú 1 stig á milli merkinga - en eru 2 stig á myndinni ađ ofan.  

w-blogg250914c

Á sumrin hefur kólnađ nokkuđ hratt á 8. áratugnum í 200 hPa - rétt eins og á vetrum. En hér er hitinn á almennri niđurleiđ allan tímann í báđum flötum. 

Allt sem viđ höfum séđ til ţessa er samrýmanlegt hugmyndinni um veđurfarsbreytingar af völdum aukinna gróđurhúsaáhrifa. Tímasetningar eru ţó ekki auđskýranlegar. Fleira gćti ráđiđ jafnmiklu eđa meira um hitaţróunina - t.d. breytingar á vindáttum - eđa breytingar á legu eđa styrk heimskautarastarinnar. Rétt er ađ draga ekki of miklar ályktanir - ástćđurnar hafa ekki veriđ negldar niđur og enn verđur ađ árétta ađ ósamfellur geta leynst í gögnunum og ekki fullvíst ađ ţróunin hafi veriđ nákvćmlega svona í raun og veru.

Einn eđa tveir pistlar til viđbótar í sama efnisflokki bíđa birtingar.  


Bloggfćrslur 28. september 2014

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 77
  • Sl. sólarhring: 230
  • Sl. viku: 1987
  • Frá upphafi: 2484986

Annađ

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 1775
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband