Smávegis um sumarhita á Skálafelli

Við lítum á sumarhita á Skálafelli í tilefni umræðu um skaflinn í Gunnlaugsskarði, en varla er annað að sjá en hann lifi sumarið 2014 af. 

Hitamælingar hafa verið gerðar á Skálafelli austan Esju frá því vorið 1996. Þetta er erfiður staður til veðurmælinga. Gríðarlegur vindur er algengur og auk þess oft mikil ísing. Samt er mesta furða hvað hitamælingarnar eru heillegar. Fáeinir vetrarmánuðir hafa þó dottið alveg út og stöðin var samfellt í ólagi frá því í júní 2009 þar til seint í júlí 2010. Sumur þeirra tveggja ára vantar því í mælingarnar.

Taflan hér að neðan sýnir meðalhita mánaðanna júní til ágúst (sumarh) í °C, fjölda athugana þegar hiti var meiri en 10 stig (t>10) og hitasummu ofan 10 stiga (sum>10). Klukkustund þegar hiti mælist 11 stig fær telst eitt summustig, klukkustund með 20 stiga hita fær 10 summustig. Neðst er lína með meðaltali tímabilsins.

árt>10sum>10sumarh
199699146,05,01
1997177448,05,47
1998104137,45,81
1999214559,95,37
2000166356,95,47
20011511,54,69
2002111203,75,20
2003229578,06,93
20042391007,46,41
2005148271,25,38
200688113,15,09
2007177235,66,04
2008213652,46,14
2009   
2010   
2011124167,35,29
2012266428,66,70
2013156537,95,10
20146165,65,95
    
með152348,35,65

Hiti mánaðanna júní til ágúst 2014 var 0,3 stigum yfir meðallagi allra áranna. Aftur á móti var fjöldi athugana með hærri hita en 10 stigum ekki nema 61, 91 færri en í meðalsumri. Þetta er næstlakasta sumar tímabilsins hvað þetta varðar (2001 var enn slakara). Einnig er sérlega athyglisvert hversu lág summan er, 307,7 stigum undir meðallagi (líka næstlægst). 

Á Skálafelli var júnímánuður hlýjastur mánaðanna júní til ágúst, í Reykjavík var hann kaldastur þeirra. Júnímánuður 2014 var reyndar hlýjasti júní sem mælst hefur á Skálafelli (athuga að 2009 og 2010 vantar). Meðalhitinn var 6,2 stig.

Svo geta menn velt vöngum yfir þessum tölum og lífi Gunnlaugsskarðsskaflsins. 


Bloggfærslur 25. september 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 86
  • Sl. sólarhring: 231
  • Sl. viku: 1996
  • Frá upphafi: 2484995

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 1781
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband