Hlýjar bylgjur

Nú ganga hlýjar bylgjur hver á fætur annarri úr suðvestri yfir landið. Sú sem fór yfir í gær (þriðjudag) og í dag (miðvikudag) er varla horfin austur af þegar sú næsta tekur við. Kortið að neðan sýnir hæð, hita og vind í 850 hPa-fletinum á fimmtudagskvöld kl. 24 (föstudag kl. 00 - ef menn vilja það frekar).

w-blogg110914a 

Jafnhæðarlínur eru heildregnar og merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Við erum í 1400 metra hæð eða svo. Vindátt og vindhraði eru sýnd með hefðbundnum vindörvum. Mjög hvasst er af suðsuðvestri yfir Vestfjörðum - meir en 25 m/s. 

Hiti er sýndur með litum - kvarðinn batnar sé kortið stækkað. Hlý tunga er yfir landinu. Í niðurstreyminu norðan Vatnajökuls er hitinn +12 stig - en áveðurs - reiknar líkanið mínus eitt stig. Ætli ástæða kuldans sé ekki blanda af stíflu og uppstreymi - trúlega aðallega uppstreymi. 

Ekki er gott að segja hvort líkanið er að sýna raunveruleika eða sýnd. En mættishitinn á hlýju hlið bylgjunnar yfir Vatnajökli segir líkanið að sé 26,8 stig. Spurning hvort Seyðisfjörður, Dalatangi eða einhver önnur gæf stöð eystra nær í 20 stig - þótt um miðja nótt sé? Ef ekki - þá er aftur möguleiki á sunnudaginn þegar næsta hlýja bylgja reiknast yfir landinu og ámóta hlýtt loft rennur hjá. 

Þegar bylgjan sem er á kortinu fer austur af lendum við inn í niðurstreymislofti frá Grænlandi - hugsanlega rífur það skýjahuluna þaulsetnu hér á Vesturlandi. Þurr vestanátt hefur ekki verið í tísku um hríð. Henni fylgir oftlega mikið saltmistur.  


Bloggfærslur 11. september 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 78
  • Sl. sólarhring: 230
  • Sl. viku: 1988
  • Frá upphafi: 2484987

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband