Frá Húsavík

Efni er í langa framhaldssögu - en aðeins ein mynd birtist að þessu sinni. Sú sýnir mun á hita á sjálfvirku veðurstöðinni í einum af blómlegum görðum Húsvíkinga og stöðvar við höfnina. Í gagnagrunni Veðurstofunnar eru athuganir ekki til frá hafnarstöðinni nema í fáein ár, 2005 til 2008 - mikið vantar þó í. Aftur á móti er garðstöðin mun heillegri og nær yfir lengri tíma. 

En hér lítum við aðeins á hitamun stöðvanna í júlímánuði - og einbeitum okkur að meðalhita á heila tímanaum allan sólarhringinn.

w-blogg090814-husavik-a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tveir lóðréttir ásar eru á myndinni. Sá til vinstri sýnir meðalhita - en sá til hægri hitamun stöðvanna tveggja (athugið að skrefin eru misstór). Lárétti ásinn sýnir tíma sólarhringsins. Blái ferillinn sýnir hita á garðstöðinni - en sá rauði hitamun stöðvanna. 

Neðan strikalínunnar er hlýrra við höfnina heldur en í garðinum - það er frá því um kl. 22 að kvöldi og til klukkan 6 að morgni. Yfir nóttina fer munurinn í -0.9 stig á kvarðanum. Að deginum er mest 1,8 stigum hlýrra í garðinum heldur en við höfnina. 

Nú vitum við ekki hvort þessi munur hefur breyst eftir því sem gróður í garðinum hefur aukist. Kalla yrði aðrar stöðvar til aðstoðar. Samanburður við Ásbyrgi gæti bent til þess að í júlí í sumar hafi garðurinn á Húsavík um 0,3 til 0,4 stigum hlýrri á tímabilinu frá því um kl. 11 til kl. 18 heldur en meðalmunur milli stöðvanna í öðrum júlímánuðum. Tilviljun getur ráðið þessum mun - rétt eins og hugsanlegur aukinn gróður. Nýliðinn júlí var óvenjuhlýr á annesjastöðvum norðanlands - hefur aldrei verið eins hlýr í Grímsey og sennilega (uppgjöri ekki lokið) á Mánárbakka ekki heldur. Húsvíska hafgolan hefur því ábyggilega verðið hlýrri en yfirleitt er.

Þetta gæti orðið löng framhaldssaga um (...)  en klukkan er orðin allt of margt.


Bloggfærslur 9. ágúst 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 223
  • Sl. sólarhring: 225
  • Sl. viku: 2005
  • Frá upphafi: 2485291

Annað

  • Innlit í dag: 202
  • Innlit sl. viku: 1780
  • Gestir í dag: 185
  • IP-tölur í dag: 185

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband