Norðankuldinn í hámarki (en hörfar síðan)

Þótt sæmilegur hiti hafi haldist suðvestanlands í sólinni yfir hádaginn - finna væntanlega flestir fyrir því hvað andinn er kaldur. Enda hefur kuldi langt norðan úr íshafi náð alveg til landsins. Sem dæmi má nefna að hámarkshiti á veðurstöðinni á Gagnheiði var +0,1 stig í dag. 

Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því að sýna mynd evrópureiknimiðstöðvarinnar af þykktinni og hitanum í 850 hPa-fletinum á hádegi í dag.

w-blogg020814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jafnþykktarlínur eru heildregnar. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Litirnir gefa hita í 850 hPa-fletinum til kynna. Allt undir -2 stigum telst óvenjulegt um mánaðamótin júlí/ágúst. Enn snarpari kuldapollur var þó á ferð í kringum 25. júlí 2009 - þá urðu miklar skemmdir á kartöflugrösum í næturfrostum. Það sem bjargar málinu sennilega nú er að jörð er mjög rök - það hækkar daggarmark í neðstu 1 til 2 metrunum og kemur í veg fyrir að hitinn lendi í „frjálsu falli“ í björtu veðri. - Auk þess er víða skýjað - það bjargar miklu. 

Mjög kalt var fyrstu daga ágústmánaðar í fyrra (2013) - en sá kuldapollur var vægari hvað þykkt varðaði en hiti í 850 hPa varð ámóta lágur yfir landinu og hann er nú. Landsmeðallágmarkshiti aðfaranótt 1. ágúst í fyrra var 4,9 stig - en 4,4 nú. Það var hins vegar aðfaranótt þess 7. sem var köldust yfir landið í heild í kuldakastinu þá, meðallágmarkið var aðeins 3,4 stig. Í fyrra náði sumarið sér varla á strik eftir kuldakastið. Vonandi gengur betur í ár.

Spár gera nú ráð fyrir því að kuldinn hörfi þegar líður á helgina og  hættan verði þá að mestu liðin hjá. 


Bloggfærslur 2. ágúst 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 125
  • Sl. sólarhring: 172
  • Sl. viku: 2035
  • Frá upphafi: 2485034

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 1810
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband