Norðankuldinn í hámarki (en hörfar síðan)

Þótt sæmilegur hiti hafi haldist suðvestanlands í sólinni yfir hádaginn - finna væntanlega flestir fyrir því hvað andinn er kaldur. Enda hefur kuldi langt norðan úr íshafi náð alveg til landsins. Sem dæmi má nefna að hámarkshiti á veðurstöðinni á Gagnheiði var +0,1 stig í dag. 

Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því að sýna mynd evrópureiknimiðstöðvarinnar af þykktinni og hitanum í 850 hPa-fletinum á hádegi í dag.

w-blogg020814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jafnþykktarlínur eru heildregnar. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Litirnir gefa hita í 850 hPa-fletinum til kynna. Allt undir -2 stigum telst óvenjulegt um mánaðamótin júlí/ágúst. Enn snarpari kuldapollur var þó á ferð í kringum 25. júlí 2009 - þá urðu miklar skemmdir á kartöflugrösum í næturfrostum. Það sem bjargar málinu sennilega nú er að jörð er mjög rök - það hækkar daggarmark í neðstu 1 til 2 metrunum og kemur í veg fyrir að hitinn lendi í „frjálsu falli“ í björtu veðri. - Auk þess er víða skýjað - það bjargar miklu. 

Mjög kalt var fyrstu daga ágústmánaðar í fyrra (2013) - en sá kuldapollur var vægari hvað þykkt varðaði en hiti í 850 hPa varð ámóta lágur yfir landinu og hann er nú. Landsmeðallágmarkshiti aðfaranótt 1. ágúst í fyrra var 4,9 stig - en 4,4 nú. Það var hins vegar aðfaranótt þess 7. sem var köldust yfir landið í heild í kuldakastinu þá, meðallágmarkið var aðeins 3,4 stig. Í fyrra náði sumarið sér varla á strik eftir kuldakastið. Vonandi gengur betur í ár.

Spár gera nú ráð fyrir því að kuldinn hörfi þegar líður á helgina og  hættan verði þá að mestu liðin hjá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ein spurning út í bláinn, en þó ekki alveg; Getur verið að hægt sé að líkja ástandinu í sumar og því síðasta reyndar einnig, við krapastíflu. Þ.e. hún vofir yfir fyrir ofan og lætur sjá sig, á endanum?

 Eru sögusagnirnar um veðrið þessa daga fyrir sumarið, Hundadaga osfrv. kannski ekki svo galnar eftir allt? 

Sindri Karl Sigurðsson, 2.8.2014 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 1513
  • Frá upphafi: 2348758

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1319
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband