Skammt undan - en samt alveg utan seilingar

Ekki er mjög langt í hásumarloftiđ - en ţađ er samt alveg utan seilingar (svo langt sem séđ verđur). Kortiđ hér ađ neđan sýnir ţykktarspá evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir á hádegi á sunnudaginn (6. júlí).

w-blogg050714a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jafnţykktarlínur eru heildregnar og merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Ţví meiri sem ţykktin er ţví hlýrri er neđri hluti veđrahvolfs. Litafletir sýna hita í 850 hPa-fletinum, en hann er í um 1300 metra hćđ yfir landinu - jöklar og hćstu fjöll stinga sér upp í hann. Á grćnum og bláum svćđum er hitinn undir frostmarki. Kortiđ og ţar međ tölur og kvarđi verđa mun lćsilegri sé kortiđ stćkkađ (í vafra yđar). 

Ţykkt sem er minni en 5400 metrar er varla bođleg í júlí - og ekki batnar skúffelsiđ ţegar horft er á krćsingarnar til beggja átta. Viđ sjáum í 13 stig uppi í hćgra horni - opinbert júlíhitamet í 850 hPa yfir Keflavíkurflugvelli er einmitt 12,7 stig [ein gömul mćling í 13,9 - en ţađ ţarf ađ skođa hana betur]. 

Líka er hlýtt í suđvesturhorni kortsins - en ekki alveg eins í 850 hPa og er fyrir norđaustan land.

Og ţykktin er heldur ekkert slor - viđ sjáum 5620 metra línuna viđ töluna 13 og suđvestur í hafi sést sama lína - en ţađ er miklu venjulegra á ţeim suđurslóđum. 

En okkur eru allar bjargir bannađar - kuldapollurinn stíflar öll innflutt hlýindi - innflutningshöft ríkja. Einhvers stađar verđa vondir (kalda loftiđ) ađ vera - best vćri á skáskjóta ţví norđvestur til Grćnlands [kannski í nćstu viku - međ tilheyrandi kostnađi] - nú eđa ţá suđaustur til Frakklands - bretar eru nú ţegar litlu betur settir en viđ. 

Nokkur vindhrađamet júlímánađar féllu á sjálfvirku stöđvunum í dag (föstudag 4. júlí), t.d. á Ísafirđi, Súđavík, Hraunsmúla í Stađarsveit, Garđskagavita og Ţingvöllum en allar ţessar stöđvar byrjuđu ađ athuga fyrir aldamót. Eitthvađ óvenjulegt er ţetta. 

Sömuleiđis ađ ekki tók nema ţrjá daga fyrir úrkomuna í Mjólkárvirkjun ađ komast upp fyrir međaltal júlímánađar.  


Bloggfćrslur 5. júlí 2014

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 1792
  • Frá upphafi: 2485078

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1587
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband