Endurteknar fréttir af engum breytingum

Veðrakerfin eru jafnlæst sem fyrr - mikil háloftalægð situr sem fastast við Ísland eins og að undanförnu. Að vísu á hún að mjakast til norðurs um miðja vikuna og víkja sæti fyrir annarri - nærri því eins - sem kemur að vestan undir vikulokin. Ekkert verulega hlýtt loft kemst til landsins en ekkert mjög kalt heldur. 

w-blogg140714a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kortið sýnir 500 hPa hæðar- og hitaspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir um hádegi á þriðjudag (15. júlí). Hún hefur lítið grynnst frá því á (laugardag - sjá kort í 3 daga gömlum pistli) - og hiti í miðjunni er nánast sá sami og var þá. En hún er samt orðin flatneskjulegri og vindur í kringum hana er því hægari. Ef hún mjakast norður - snýst háloftavindurinn hér á landi til suðvesturs - það breytir ekki miklu - nema hvað líklega kólnar aðeins á Vesturlandi frá því sem verið hefur undanfarna daga. 


Bloggfærslur 14. júlí 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 1793
  • Frá upphafi: 2485079

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1588
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband