Enn af hundadögum

Orðin „enn af“ benda til þess að eitthvað hafi verið fjallað um hundadaga áður hér á hungurdiskum. Nánar tiltekið var það fyrir tveimur árum (alltítarleg umfjöllun) og fyrir þremur árum (mest í framhjáhlaupi). 

En síðan hafa tvennir hundadagar, 2012 og 2013, bæst við. Fróðlegt er að sjá hvernig þeir koma út úr samanburði við fyrri tíma. Við látum okkur nægja að líta á hundadagahita og hundadagaúrkomu í Reykjavík frá 1949. Í pistlinum frá 2012 sem tengt er á hér að ofan má einnig sjá niðurstöður fyrir Akureyri og samanburð milli staðanna tveggja. 

En hundadagahitinn í Reykjavík:

w-blogg130714-hundadagar-a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lóðrétti ásinn sýnir hita, súlurnar meðalhita 13. júlí til 23. ágúst ár hvert. Við hálfhrökkvum við að sjá ástandið á hundadögum 1983 - alveg í sérflokki. Einnig sker í augu að öll árin frá 2003 til 2012 eru hlýrri en 11,8 stig. Hundadagar 2013 voru aftur kaldari - en samt rétt við meðalhita tímabilsins alls. Fjórir hlýjustu hundadagarnir eru á nýrri öld, 1950 er svo í fimmta sæti.  

Og þá úrkoman:

w-blogg130714-hundadagar-b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru hundadagarnir 1984 á toppnum - og rigningasumrin miklu, 1976, 1983 og 1955 þar næst á eftir. Á nýrri öld eru hundadagar 2002 úrkomusamastir - en annars allt í kringum meðaltal - eða neðar. Það á meira að segja við um sumarið 2013 - þá kom nefnilega mjög góður sumarkafli frá 20. júlí og meir en viku af ágúst um landið sunnanvert - talsvert stykki úr hundadögunum. 

Nú er byrjað með hreint borð - úrkoman sem fallið hefur fyrr í sumar telst ekki með hundadagaúrkomunni 2014 - og hlýindin ekki heldur. 


Bloggfærslur 13. júlí 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 1794
  • Frá upphafi: 2485080

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1589
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband