1.7.2014 | 00:34
Þrefalt kerfi (og smávegis um veðurofsóknir)
Lægðakerfið sem er að plaga flesta landsmenn þessa dagana er samsett, inniheldur að minnsta kosti þrjár aðskildar lægðarmiðjur og tekur hver við af annarri. Sú fyrsta fór hjá í dag (mánudaginn 30. júní), sú næsta kemur á morgun (þriðjudaginn 1. júlí) og sú síðasta verður allsráðandi á miðvikudag (2. júlí).
Tvær seinni lægðirnar eru óvenjudjúpar miðað við árstíma, þótt nú virðist ólíklegt að þær slái einhver met hvað það varðar. Kortið hér að neðan sýnir spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 9 að morgni þriðjudags.

Heildregnar línur sýna sjávarmálsþrýsting. Daufar strikalínur sýna þykktina, en litafletir þrýstibreytingu síðust 3 klst. Tölurnar tákna kerfishlutana þrjá. Hluti 1 er hér kominn hjá, er kominn nærri því til Jan Mayen. Hluti 2 sýnir lægð í vexti (þrýstingur fellur allt í kringum hana), mest um 6 hPa á 3 klst rétt norðan við lægðarmiðjuna. Hluti þrjú sést sem lægðardrag - en við það er sérstakt fallhámark, eftir litakvarðanum á milli 4 og 6 hPa á 3 klst.
Næsta mynd sýnir það sama - nema 9 klst. síðar eða um miðnætti á þriðjudagskvöld (1. júlí).

Lægðin fyrir vestan land er hér þegar farin að grynnast - en hún þokast nú til suðurs. Mjög vaxandi lægð er undan Suðurlandi á leið til norðurs eða norðausturs. Á undan henni er mikið þrýstifall, -8,8 hPa á þremur tímum þar sem mest er. Fyrir tíma gæðatölvuspáa átti þrýstifall sem þetta, yfir 8 hPa á þremur tímum, að kveikja á veðurfræðingi - væri hann ekki búinn að spá stormi (>20 m/s) ætti hann að gera það nú þegar. Auðvitað réði þetta ekki öllu í reynd - það þarf t.d. að ákveða hvar á að spá storminum.
En þessi þriðja lægð - eða lægðarhluti verður óvenjudjúp miðað við árstíma. Þrýstimet júlímánaðar falla á einhverjum veðurstöðvum - og enn er möguleiki á að það gerist fyrir landið í heild. Í pistli gærdagsins kom fram að til þess þarf þrýstingur á einhverri veðurstöð að fara niður fyrir 972,4 hPa.
Svo er að sjá að marga daga taki að losna við leifar þessa kerfis.
Eins og fram hefur komið er nýliðinn júnímánuður einn sá hlýjasti sem um getur hér á landi, jafnframt einn sá úrkomusamasti um landið suðvestanvert - og reyndar sums staðar annars staðar líka. Væntanlega kemur frétt frá Veðurstofunni þar um á þriðjudag og miðvikudag.
Þessi miklu hlýindi eru svo sannarlega óvenjuleg - og ástæðulaust að tala þau niður þrátt fyrir dauft veðurlag um landið sunnan- og vestanvert. Í fyrra léku hungurdiskar sér að því að gefa sumrinu og einstökum mánuðum þess gæðaeinkunn. Það verður líka gert í sumar. Í fljótheitum virðist júnímánuður í Reykjavík fá einkunnina fjóra af sextán mögulegum. Júní í fyrra fékk einkunnina þrjá. Myndin hér að neðan sýnir gæðaeinkunn júnímánaða frá 1921 að telja.

Við sjáum júní 2013 og 2014 langt niðri á kvarðanum - þó hafa margir júnímánuðir verið enn neðar. Ritstjórinn er kominn á sjötugsaldur og bjó á yngri árum við skítasumur í löngum röðum - kulda, rigningu og illviðri. Júnímánuðirnir 2013 og 2014 eru einfaldlega nærri því meðallagi sem verst var. Þeir sem nota sumur þessarar aldar sem viðmið eru auðvitað skelfingu lostnir þegar sumur eins og 2013 og fyrsti sumarmánuður ársins 2014 sýna sig. En þeir verða bara að átta sig á því að þetta er bara hluti af hinu almenna íslenska veðurlagi.
Segja má að sumur frá og með 1996 hafi flest verið viðunandi hér á Suðvesturlandi, það eru 18 ár. Eðlilegt er að þeir sem eru yngri en 30 ára noti þau sem viðmið sín. Það er nærri því hálf þjóðin. Við sem erum komin yfir miðjan aldur munum hins vegar kveinstafi enn eldri kynslóðar yfir vondri tíð - sú kynslóð átti árin kringum 1940 sem viðmið - en við höfðum ekki kynnst neinu betra. Sumargæði nýju aldarinnar eru því algjör happdrættisvinningur - sem við getum þó ekki búist við að endist um alla framtíð - fullt hús stiga bæði 2008 og 2012.
Við sem nú erum á sjötugsaldri heyrðum líka í þarnæstu kynslóð á undan - þeirri sem notaði árin fyrir 1920 sem viðmið. Þeim þótti líka ástandið í kringum 1980 bara eðlilegt - sumarhlýindin 1925 til 1945 voru einfaldlega afbrigðilegur happdrættisvinningur - sem leið hjá.
Við vitum ekkert um sumur framtíðarinnar - (ekki einu sinni um afgang sumarsins 2014) - vel má vera að nú komi sjö skítasumur í röð - þess vegna skítköld að auki. Fari svo þýðir ekkert að kveina undan því eins og um ofsóknir sé að ræða og alla vega getur ritstjóri hungurdiska ekkert gert í málinu.
Bloggfærslur 1. júlí 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 13
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 1795
- Frá upphafi: 2485081
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 1590
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010