1.6.2014 | 02:09
Árssveiflur - áratugasveiflur (og hlýnun) - Íslandssöguslef 1
Æði langt er nú frá því hungurdiskar slefuðu síðast um veðurfarssögu. Slef dagsins ætti þó að vera mörgum lesendum hungurdiska kunnuglegt - myndirnar hafa verið sýndar hér áður, en eru þó uppfærðar til síðustu áramóta (2013/2014).
Fyrst er margnefnd mynd sem sýnir ársmeðalhita í Stykkishólmi frá 1798 til okkar daga.
Lárétti ásinn sýnir árin frá 1798 til 2013, sá lóðrétti hita í °C. Hita einstakra ára má sjá af gráu súlunum og að kaldast var árið 1812 en hlýjast 2003. Spönn milli hita þeirra ára er um 4,5 stig. Græni ferillinn sýnir 10-ára keðjumeðaltöl. Það munar hátt í þremur stigum á hlýjasta og kaldasta 10-ára meðaltalinu. Við reiknum línulega leitni hitans og ef við trúum henni sést að hitinn hefur hækkað um hvorki meira né minna en 1,6 stig á þeim tíma sem línuritið tekur til eða um nokkurn veginn 0.8 stig á öld.
Rétt er að taka fram að þessa mynd mætti túlka öðruvísi t.d. með því að láta fyrri hluta tímabilsins tákna sístöðu en leitnin sé síðari tíma viðbót (þá því meiri) og eins og alltaf - segir hún ekkert um framtíðina.
En athugum hvernig línuritið lítur út ef við nemum leitnina á brott.
Gráir og grænir ferlar eru sá sömu og áður nema hvað búið er að draga samfellda leitni út. Hér má sjá þrjú tímabil þegar hiti er til þess að gera hár það síðasta er ekki enn orðið nærri því eins langt og þau fyrri. Kuldaskeiðin á milli eru mjög mislöng. Af aðeins tveimur og hálfri sveiflu er auðvitað ekkert hægt að segja um það hvort svona sveiflur séu reglubundnar eða ekki alla vega bendir mislengd kuldaskeiðanna til þess að svo sé ekki. Aftur á móti er áberandi hversu hratt skiptir á milli hlýrra og kaldra skeiða.
Við sjáum tvö hlýskeið í heild sinni, það fyrra stóð frá því upp úr 1820 og fram á 6. áratug 19. aldar, hið síðara frá því um 1925 til 1965. Sömuleiðis sjáum við í þriðja hlýskeiðið - það sem við nú lifum þessi árin. Skyldi það verða jafnlangt og hin tvö? Síðasta kuldaskeið var miklu styttra heldur en það sem næst var á undan. Hlýskeiðin þrjú stinga sér ámóta hátt upp úr umhverfi sínu þótt það nýjasta sé (vegna leitninnar) miklu hlýrra en það fyrsta og byrjar líka hlýrra heldur en það næsta á undan.
Við lítum líka á tölurnar. Árshitaspönnin er hér 4,03 stig (var 4,47 á tímabilinu öllu). Áratugsspönnin hefur fallið niður í 1,50 stig og 30-ára spönnin (blár ferill) er 1,02 stig. Hlýnunin upp úr botni síðasta kuldaskeiðs til toppsins sem nýgenginn er yfir er á þessari mynd um 1,5 stig ansi stór hluti af heildarhlýnun áranna 216 sú nýlega hlýnun tók aðeins 30 ár, 0,5 stig á áratug, heildarleitnin er hins vegar innan við 0,1 stig á áratug þótt hún sé mikil.
Hér höfum við séð heildarleitni og áratugasveiflur. Við skulum líka líta aðeins á breytileikann frá ári til árs yfir sama tímabil. Reiknað er hver hitamunur er á ákveðnu ári og árinu á undan.
Hann hefur mestur orðið um 2,4 stig rúmlega helmingur munar á hæsta og lægsta ársmeðalhita tímabilsins alls. Eitthvað virðist árið í ár muna eftir árinu í fyrra. En hér eru líka tímabilaskipti breytileikinn frá ári til árs er greinilega meiri á kuldaskeiðum heldur en á hlýskeiðum á núverandi hlýskeiði er áratugameðalmunur um 0,4 stig en var um 0,8 á síðasta kuldaskeiði (um 1980). Hringl frá ári til árs var líka mun meira á 19. öld heldur en lengst af á þeirri 20.
Myndirnar þrjár kalla fram margar spurningar þar á meðal þessar:
1. Hvernig stendur á sveiflum frá ári til árs? [svar er til en nýtist ekki við spár]
2. Hvernig stendur á áratugasveiflunum? [svör mjög óljós en þær eru samt staðreynd]
3. Eru áratugasveiflur síðustu 200 ára eitthvað sérstakar? [það er ekki vitað en líklega ekki]
4. Hvernig stendur á langtíma-leitninni? Er hún eitthvað sérstök? [líkleg svör til]
5. Eru sveiflurnar reglubundnar? [sumar en aðrar ekki]
Síðari pistill heldur áfram því sem hér er hafið.
Vísindi og fræði | Breytt 24.4.2014 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2014 | 02:09
Meira af hæstu hámörkum
Í síðustu færslu var litið á töflu sem sýnir hæsta hita sem mælst hefur á veðurstöðvum - hverri fyrir sig (sjá viðhengi færslunnar). Færsla dagsins fjallar um sama efni. Þau nörd (og aðrir) sem afrita listann og líma hann inn í töflureikni munu örugglega raða hámörkunum frá því mesta til þess minnsta. Við tökum ómakið af öðrum og setjum hæstu tölurnar í töfluna hér að neðan.
röð | stöð | ár | mán | dagur | hám | byrjar | endar | nafn | |
1 | 675 | 1939 | 6 | 22 | 30,5 | 1881 | 2008 | Teigarhorn | |
2 | 772 | 1939 | 6 | 22 | 30,2 | 1926 | 2012 | Kirkjubæjarklaustur | |
3 | 580 | 1946 | 7 | 17 | 30,0 | 1937 | 1990 | Hallormsstaður | |
4 | 422 | 1911 | 7 | 11 | 29,9 | 1881 | # | Akureyri | |
5 | 923 | 1924 | 7 | 30 | 29,9 | 1923 | # | Eyrarbakki | |
6 | 1596 | 2008 | 7 | 30 | 29,7 | 1996 | # | Þingvellir | |
7 | 4271 | 2004 | 8 | 11 | 29,2 | 1998 | # | Egilsstaðaflugvöllur | |
8 | 564 | 1911 | 7 | 10 | 29,1 | 1907 | 1919 | Nefbjarnarstaðir | |
8 | 6499 | 2004 | 8 | 10 | 29,1 | 1995 | # | Skaftafell | |
10 | 6420 | 2004 | 8 | 10 | 29,0 | 2003 | # | Árnes | |
11 | 615 | 1911 | 7 | 11 | 28,9 | 1907 | 1919 | Seyðisfjörður | |
11 | 635 | 1991 | 7 | 4 | 28,9 | 1976 | 2007 | Kollaleira | |
11 | 36519 | 2004 | 8 | 11 | 28,9 | 2001 | # | Gullfoss |
Fyrsti dálkurinn sýnir röð, síðan kemur númer stöðvarinnar í gagnagrunni Veðurstofunnar. Þriðji, fjórði og fimmti dálkurinn sýna dagsetningu metsins, þá kemur hámarkið sjálft, en síðan dálkur sem sýnir hvenær stöðin byrjaði að athuga. Þar á eftir er dálkur sem sýnir hvenær hún hætti, en táknið # merkir að stöðin sé enn að mæla.
Allar þessar tölur þykja trúlegar nema ein, 29,9 stigin á Eyrarbakka 1924 - hún er líklega röng. Það styrkir 1. og 2. sætið að það séu tvær stöðvar sem ná 30 stigum sama dag. Sama á við um tölurnar í 4., 8. og 11. sæti (Seyðisfjörður), þær bera vitni um hitabylgjuna miklu 1911. Ágústhitabylgjan 2004 á líka þrjár tölur á listanum. Miklar hitabylgjur voru víða um land í júlí 1991 og 2008.
Mannaðar athuganir eru ekki gerðar lengur á þeim þremur stöðvum sem eiga hæstu tölurnar - en þar eru nú sjálfvirkar stöðvar. Af þeim hefur sjálfvirka stöðin á Hallormsstað náð hæst, 27,7 stigum í ágústhitabylgjunni 2004, en nýju stöðvarnar á Teigarhorni og Kirkjubæjarklaustri hafa enn ekki náð 25 stigum.
Sú stöð sem lægst er á listanum er Nýibær, í 890 metra hæð á Nýjabæjarfjalli inn af Eyjafirði - hún var starfrækt aðeins eitt ár - og það að auki hitabylgjurýrt. Talan, 15,6 stig, telst því e.t.v. bara nokkuð há. Lágt á listanum liggja líka nýjar stöðvar sem ættu eiginlega ekki að vera með á honum - þær hafa enn bara séð eitt eða tvö sumur.
Allir dagar frá og með 29. júní til og með 3. ágúst eiga fulltrúa á listanum. Hitabylgjurnar í ágúst 2004 og júlí 2008 keppast um flest metin. Þetta eru langmestu hitabylgjurnar síðan stöðvunum fjölgaði mikið með tilkomu sjálfvirkra athugana, 59 stöðvar lenda á 11. ágúst 2004 (og fleiri dagana þar um kring), en 53 þann 30. júlí. Síðarnefnda dagsetningin fær aðstoð frá mikilli hitabylgju í júlílok 1980 - en þá voru engar sjálfvirkar stöðvar komnar til sögunnar.
Á listanum er getið um 171 mannaða stöð, þar af eiga 26 met frá 2004, 16 frá 1991, 9 frá 1980, 10 frá 1976, 9 frá 1955, 8 frá 1939 og 8 frá 1911.
Sjálfvirku stöðvarnar á listanum eru 299, 107 af þeim eiga sín met frá 2004 og 57 frá 2008. Síðan eru nokkuð margar stöðvar með met 2012 (46) og 2013 (51) en þar er nær eingöngu um að ræða þær sem eru svo ungar að þær upplifðu hvorki 2008 né 2004.
Vísindi og fræði | Breytt 6.4.2014 kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. júní 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 90
- Sl. sólarhring: 162
- Sl. viku: 1872
- Frá upphafi: 2485158
Annað
- Innlit í dag: 79
- Innlit sl. viku: 1657
- Gestir í dag: 72
- IP-tölur í dag: 72
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010