Mikill lægðagangur

Nú skiptir yfir í nokkuð grófgerðan lægðagang hér við land. Á morgun (laugardag) fer mjög djúp lægð til norðausturs yfir landið suðaustanvert og veldur víða leiðindaveðri. Þó hún verði farin að grynnast og miðja hennar að fletjast út er engu að síður mjög hvasst á stóru svæði í kringum hana, sérstaklega á suðaustur- og norðvesturjöðrum kerfisins. Trúlega verður mikil hríð víða á heiðum og e.t.v. víðar um tíma - og rétt fyrir ferðamenn og aðra sem eitthvað eiga undir veðri að fylgjast vel með spám Veðurstofunnar.

w-blogg080314 

Þetta er gervihnattarmynd af innrauðu sviði rafsegulrófsins - á henni er hlutum snúið þannig að hvítt er kalt en því dekkra sem svæði er því hlýrra er það. Sjá má tillögu að hitakvarða neðst á myndinni - hann ætti að batna eitthvað við stækkun. Það hvítasta og kaldasta eru háreist ský, mikill blikuskjöldur norðan og austan við lægðarmiðjuna en hana er að finna nærri miðju sveipsins neðarlega á myndinni. Myndin er frá því kl. 1 á aðfaranótt laugardags.

Þótt lægðin sé hraðfara verður landið ekki alveg laust við hana fyrr en á aðfaranótt mánudags en þá nálgast næsta lægð. Að sögn reiknimiðstöðva á hún að fara vestar og valda mikilli - en skammvinnri -rigningu um landið sunnan og vestanvert. Ef marka má sömu spár á hún að grynnast á leiðinlega veginn - sem kostar skammvinnt en hart suðvestan- eða vestanskot. Vonandi lendir það vestan við land - að mestu - ef af verður - ef-ef-ef.


Bloggfærslur 8. mars 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725a
  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 196
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 1844
  • Frá upphafi: 2485501

Annað

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 1636
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband