Meðalþrýstingur metlágur hér á landi

Meðalsjávarmalsþrýstingur í desember, janúar og febrúar hefur aldrei verið jafnlágur í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga 1823. Þessa þrjá mánuði höfum við hér á hungurdiskum kallað alþjóðaveturinn, þann tíma sem alþjóðlega telst til vetrarins, en hér á landi telst mars einnig með.

Reyndar munar aðeins sjónarmun á tölunum nú og alþjóðaveturinn 1989 til 1990 - en samt. Þann vetur var líka óvenjuhlýtt í Evrópu norðanverðri - rétt eins og nú. Lítum nú á línurit sem sýnir meðaltölin allt frá 1823 til 2014.

w-blogg070314

Lárétti ásinn sýnir árin - en sá lóðrétti meðalsjávarmálsþrýsting í hPa. Enga sérstaka leitni er að sjá en talsverða tímabilaskiptingu. Stutt er síðan þrýstingur alþjóðavetrarins var mjög hár (2010).

Já, veðrakerfi hafa hegðað sér óvenjulega í vetur. Þrýstingur fyrstu dagana í mars hefur haldið áfram að vera óvenjulágur - en þó er ekki endilega víst að þrýstingur í desember til mars nái nýju meti. Samkeppnin er hörð á botninum, bæði við áðurnefndan vetur 1989 til 1990, en einnig 1988 til 1989 og síðan er 1893 til 1894 ekki langt undan.

En svona er spá evrópureiknimiðstöðvarinnar fyrir næstu tíu daga, frá hádegi 6. mars til hádegis þann 16.

w-blogg070314b 

Þrýstingi er spáð langt undir meðallagi hér á landi þess daga (talan -13,6 sést yfir landinu sé kortið stækkað) en að sama skapi háum yfir meginlandinu. - Svo kemur hér ein löng setningasambreyskja:

Þótt ekki sé vitað hvort aukin gróðurhúsaáhrif ýti undir þessa afbrigðilegu hegðan veðrakerfa í vetur eða ekki má samt segja að þetta afbrigðilega þrýstifar, og einkennilegt háloftamynstur, sem veldur því, fer, eitt og sér, langt með að skýra hita- og úrkomuvik bæði hér við norðanvert Atlantshaf sem og  í Bandaríkjunum, Kanada og Alaska.


Bloggfærslur 7. mars 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725a
  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 202
  • Sl. sólarhring: 205
  • Sl. viku: 1850
  • Frá upphafi: 2485507

Annað

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 1640
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 168

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband