Ný meðalhitamet á Svalbarða og nágrenni

Rigningamet á Bretlandseyjum, austanáttamet á Íslandi, stappar nærri landshitameti í Noregi og glæsileg meðalhitamet sett á Svalbarða.

Norska veðurstofan upplýsirað hiti á Svalbarðaflugvelli hafi verið 14,5 stigum yfir meðallagi og 11,9 stigum yfir því í Nýja-Álasundi. Þetta eru ekki bara ný hitamet fyrir febrúar heldur eru þau fjórum og fimm stigum fyrir ofan hæsta meðalhita til þessa. Á Finnmörk var hiti um 11 stigum ofan meðallags inn til landsins. Hiti á Bjarnarey og eyjunni Hopen suður af Svalbarða var líka hærri en vitað er um til þessa. Á Bjarnarey var hiti 7,1 stigi ofan meðallags en 11,9 á Hopen. Einnig var hlýtt á Jan Mayen - þó ekki met. Hiti var þar 4,9 stigum ofan meðallags.

Í Norður-Noregi var fádæma úrkomuleysi en óvenjulegar úrkomur víða í Suður-Noregi. Óvenjulega hlýtt var líka í Svíþjóð og Finnlandi - sérstaklega norðan til í þessum löndum. Snjóalög eru með allra minnsta móti um mestallt Finnland.

Þótt enginn febrúar hafi orðið hlýrri en nú í kringum Svalbarða og á Finnmörku var febrúar 1990 enn hlýrri um sunnanverða Skandinavíu heldur en sá nýliðni. Við skulum til fróðleiks bera saman hæð og hæðarvik 500 hPa-flatarins þessa tvo mánuði. Fyrst febrúar 1990.

w-blogg050314d 

Neikvæð vik eru blá (þau allramestu fjólublá) en jákvæð rauð. Vikið suður af Íslandi er -280 metrar og yfir Íslandi er það á bilinu 200 til 250 metrar.

Svo febrúar nú.

w-blogg050314d 

Hámarksvik nýliðins febrúar er -276 metrar, nærri því það sama og 1990. Við nánari skoðun sést þó að töluverður munur er á kortunum. Austanátt er miklu meiri hér á landi heldur en 1990 og jafnvikalínur liggja miklu þéttar yfir landinu og nágrenni þess heldur en 1990. Sömuleiðis eru vik jákvæð við Norðaustur-Grænland ólíkt því sem var í febrúar 1990.

Séu hæðartölurnar skoðaðar kemur í ljós að 500 hPa-flöturinn lá talsvert lægra yfir Íslandi 1990 heldur en nú og hefur raunar aldrei svo vitað sé verið lægri hér á landi í nokkrum mánuði svo öruggt sé. Ákveðnir mánuðir á fyrri tíð (fyrir 1920) liggja þó undir grun.

Veður hér á landi var ákaflega erfitt í febrúar 1990 - ekki aðeins sums staðar um landið norðan- og austanvert eins og nú heldur um allt land að kalla. Alhvítir dagar voru þá 24 í Reykjavík en enginn nú. Alhvítt var allan mánuðinn á Akureyri rétt eins og nú.

En hvað svo? Mars og Apríl 1990 voru leiðindamánuðir hér á landi - svo ekki sé meira sagt. Það segir þó ekkert um framhaldið nú. Veðraframtíðin er ætíð óráðin.


Bloggfærslur 5. mars 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725a
  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 196
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 1844
  • Frá upphafi: 2485501

Annað

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 1636
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband