5.3.2014 | 01:18
Ný meðalhitamet á Svalbarða og nágrenni
Rigningamet á Bretlandseyjum, austanáttamet á Íslandi, stappar nærri landshitameti í Noregi og glæsileg meðalhitamet sett á Svalbarða.
Norska veðurstofan upplýsirað hiti á Svalbarðaflugvelli hafi verið 14,5 stigum yfir meðallagi og 11,9 stigum yfir því í Nýja-Álasundi. Þetta eru ekki bara ný hitamet fyrir febrúar heldur eru þau fjórum og fimm stigum fyrir ofan hæsta meðalhita til þessa. Á Finnmörk var hiti um 11 stigum ofan meðallags inn til landsins. Hiti á Bjarnarey og eyjunni Hopen suður af Svalbarða var líka hærri en vitað er um til þessa. Á Bjarnarey var hiti 7,1 stigi ofan meðallags en 11,9 á Hopen. Einnig var hlýtt á Jan Mayen - þó ekki met. Hiti var þar 4,9 stigum ofan meðallags.
Í Norður-Noregi var fádæma úrkomuleysi en óvenjulegar úrkomur víða í Suður-Noregi. Óvenjulega hlýtt var líka í Svíþjóð og Finnlandi - sérstaklega norðan til í þessum löndum. Snjóalög eru með allra minnsta móti um mestallt Finnland.
Þótt enginn febrúar hafi orðið hlýrri en nú í kringum Svalbarða og á Finnmörku var febrúar 1990 enn hlýrri um sunnanverða Skandinavíu heldur en sá nýliðni. Við skulum til fróðleiks bera saman hæð og hæðarvik 500 hPa-flatarins þessa tvo mánuði. Fyrst febrúar 1990.
Neikvæð vik eru blá (þau allramestu fjólublá) en jákvæð rauð. Vikið suður af Íslandi er -280 metrar og yfir Íslandi er það á bilinu 200 til 250 metrar.
Svo febrúar nú.
Hámarksvik nýliðins febrúar er -276 metrar, nærri því það sama og 1990. Við nánari skoðun sést þó að töluverður munur er á kortunum. Austanátt er miklu meiri hér á landi heldur en 1990 og jafnvikalínur liggja miklu þéttar yfir landinu og nágrenni þess heldur en 1990. Sömuleiðis eru vik jákvæð við Norðaustur-Grænland ólíkt því sem var í febrúar 1990.
Séu hæðartölurnar skoðaðar kemur í ljós að 500 hPa-flöturinn lá talsvert lægra yfir Íslandi 1990 heldur en nú og hefur raunar aldrei svo vitað sé verið lægri hér á landi í nokkrum mánuði svo öruggt sé. Ákveðnir mánuðir á fyrri tíð (fyrir 1920) liggja þó undir grun.
Veður hér á landi var ákaflega erfitt í febrúar 1990 - ekki aðeins sums staðar um landið norðan- og austanvert eins og nú heldur um allt land að kalla. Alhvítir dagar voru þá 24 í Reykjavík en enginn nú. Alhvítt var allan mánuðinn á Akureyri rétt eins og nú.
En hvað svo? Mars og Apríl 1990 voru leiðindamánuðir hér á landi - svo ekki sé meira sagt. Það segir þó ekkert um framhaldið nú. Veðraframtíðin er ætíð óráðin.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 5. mars 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 196
- Sl. sólarhring: 206
- Sl. viku: 1844
- Frá upphafi: 2485501
Annað
- Innlit í dag: 180
- Innlit sl. viku: 1636
- Gestir í dag: 169
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010