Éljagarður

Síðdegis í dag (sunnudag 9. mars) gekk nokkuð snarpur éljagarður inn á Reykjanesskaga og hélt síðan áfram til norðurs - en af mjög minnkandi afli. Éljagarðar sem þessir voru á árum áður sérlega hættulegir á vetrarvertíð á Suðvesturlandi þegar hann rauk allt í einu upp af vestri úr hægri landátt þegar fjöldi smábáta var á sjó.  

Garðurinn sem gekk yfir í dag var hins vegar búinn að vera inni í veðurspám í marga daga - aðeins var spurning um hversu snarpur hann yrði og hversu lengi hann varði. Við skulum líta á vindhraðarit frá Keflavíkurflugvelli (af vef Veðurstofunnar).

w-blogg100314a 

Vindur var mjög hægur, síðast af suðsuðaustri, allt þar til skömmu eftir kl. 16 að hann rauk á nokkrum mínútum upp í vestsuðvestan 17 m/s og hviður fóru yfir 20 m/s. Hiti breyttist lítið og ekkert sérstakt var að sjá á loftþrýstiriti. Ritstjórinn fylgdist lítt með skýjafari í dag - var þar að auki ekki á Reykjanesi - en ábyggilega hefur þurft glöggt auga til að sjá hvað í vændum var.

En tölvuspár sáu garðinn vel - sem dæmi er hér spá harmonie-líkansins kl. 20 - en þá var garðurinn kominn upp á Akranes og vind sunnan við hann tekinn að lægja.

Á þversniðum sást að hringrás garðsins náði að minnsta kosti 3 km hæð - en raki barst ofar.

w-blogg100314b 

 


Bloggfærslur 10. mars 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725a
  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 196
  • Sl. sólarhring: 210
  • Sl. viku: 1844
  • Frá upphafi: 2485501

Annað

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 1636
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband