Austanáttin óvenjulega (mest fyrir nördin)

Nú hefur komið í ljós að nýliðinn janúar raðast meðal mestu austanáttamánaða síðustu 140 ára. Hér eru þrenns konar mælingar lagðar til grundvallar röðunar. Í fyrsta lagi er fundinn munur á meðalmánaðarloftþrýstingi í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þessi mælitala er til allt aftur til ársins 1877 (fyrsti janúarmánuðurinn í röðinni er 1878). Því meiri sem munurinn er - því meiri er austanáttin.

Þarna er janúar 2014 í þriðja efsta sæti (austanmegin), aðeins janúarmánuðir áranna 1943 og 1948 slá hann út.

Í öðru lagi er meðalvigurvindátt janúarmánaðar reiknuð. Þeir reikningar ná aftur til janúar 1949. Enginn slær 2014 út á öllu tímabilinu í keppnisgreininni.

Í þriðja lagi er reiknaður munur á loftþrýstingi á 60°N og 70°N - hann segir til um þrýstivind yfir Íslandssvæðinu. Við njótum hjálpar evrópureiknimiðstöðvarinnar og amerísku veðurendurgreiningarinnar. Greiningin nær aftur til 1871 - en er ekki áreiðanleg fyrstu áratugina. Hér skýst janúar 2014 upp á milli 1943 og 1948, sá síðastnefndi er á toppnum sem fyrr.

Að auki lítum við líka á bratta 500 hPa-hæðarsviðsins milli sömu breiddarstiga - en hann segir okkur til um ríkjandi vinda í miðju veðrahvolfinu. Þar var austanáttin í janúar svo mikil að ritstjórinn hrökk við þegar hann sá töluna - langt, langt ofan við næstmestu háloftaaustanáttina í janúar 1948 og síðan 1974. Aðeins einn mánuður á öllu tímabilinu var með viðlíka austanátt (en þó aðeins minni). Það var desember 1978. Veðurreynd þess mánaðar var hins vegar mjög ólík janúar nú - eins og forgömul veðurnörd muna. Desember 1978 var undanfari kuldaársins mikla, 1979.

Út frá bratta þrýstisviðs við jörð og bratta háloftasviðsins er auðvelt að reikna bratta þykktarsviðsins. Bratti þess segir til um hversu mikill hitamunur er á milli 60°N og 70°N. Í ljós kemur að hann var mun minni en að meðaltali nú í janúar - en ekkert nálægt meti.

Já, janúarmánuður var sannarlega óvenjulegur að þessu sinni og febrúar byrjar í svipuðum farvegi.


Bloggfærslur 5. febrúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 33
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 1251
  • Frá upphafi: 2485716

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1086
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband