4.2.2014 | 00:48
Enn bólar ekkert á kalda loftinu
Enn bólar ekkert á kalda vetrarloftinu. Það heldur sig enn norður við norðurskaut og fyrir vestan Grænland. Ísland og allt hafsvæðið austan Grænlands - austur til Noregs er í suðlægum og tiltölulega hlýjum vindum. Þetta sést vel á norðurhvelskortinu að neðan, en það sýnir hæð 500 hPa-flatarins og þykktina um hádegi á miðvikudag. Evrópureiknimiðstöðin reiknar.
Jafnhæðarlínur eru heildregnar - því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Lega línanna segir til um vindáttir rétt eins og jafnþrýstilínur á hefðbundnum veðurkortum. Þykktin er sýnd í lit. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Kvarðinn til hægri á myndinni sýnir gildin - kortið batnar mjög sé það stækkað með smellum.
Mörkin á milli blárra og grænna lita er við 5280 metra þykkt. Skipt er um liti á 6 dekametra (60 metra) bili. Meðalþykkt við Ísland á þessum árstíma er nærri 5240 metrum - landið er hins vegar nánast allt í græna litnum og af því má ráða að hiti í neðri hluta veðrahvolfs er á kortinu meira en 2 stigum yfir meðallagi. Enda er áttin suðaustlæg í hæð - en austlægari neðst. Þegar vindur snýst með sól með hæð er hlýtt aðstreymi ríkjandi.
Hæðarhryggur er nokkuð langt fyrir austan - þótt hann sé ekki öflugur heldur hann enn á móti framsæknum háloftabylgjum úr vestri. Eins og undanfarnar 6 vikur eða svo brotna þær allar við Bretland - en skjóta um leið suðlægu lofti til norðurs yfir Ísland og langt norður í höf.
Á hungurdiskum hefur 5100 metra þykkt og lægri gjarnan verið notuð sem ígildi kaldrar vetrarveðráttu. Henni fylgir hiti vel undir meðallagi hér á landi - en hún nær þó oft til landsins og er enn oftar á sveimi rétt norðan við landið. Við getum auðveldlega talið okkur niður eftir bláu litunum og fundið svæði sem eru undir 5100 metrum. Við leitum einfaldlega (niður) að fjórða bláa litatóninum á kvarðanum.
Hann finnst ekki í nágrenni við landið - hylur norðvestasta hluta Grænlands og er ekki langt vestan við Grænland suðvestanvert. Eini staðurinn sem ber kalt loft í átt til okkar er vindstrengurinn norðaustur af Nýfundnalandi - en þar bíður hlýtt Atlantshafið og hitar loftið þannig að það verður orðið sæmilega hlýtt þegar og ef það kemst hingað.
Það er enn kalt í norðaustanverðum Bandaríkjunum - en þó er versti kuldinn talsvert norðar. Hæðarhryggurinn mikli sem olli methlýindunum mestu í Alaska hefur gefið sig - en það svæði er þó inni í græna litnum - rétt eins og Ísland - og hiti þar með yfir meðallagi. Þó er stutt í mjög kalt loft norður af Alaska og trúlegt að það eigi eftir að skjóta sér til suðurs eða suðausturs - það væri ekki lengi að því. Við sjáum þéttar jafnhæðarlínur og mikinn vind á jaðri hæðarsvæðisins - ólíkt því sem er hérna Atlantshafsmegin á norðurslóðum.
Síðustu daga hefur kuldapollurinn mikli, sá sem við höfum kallað Síberíu-Blesa, verið að skjóta litlum kuldaskotum yfir heimskautið og inn í kanadapollinn Stóra-Bola. Við sjáum tvö skot sem litlar lægðir á kortinu - önnur er nánast beint yfir norðurskautinu en hinn er kominn suður yfir norðanvert meginland Kanada. Þessi skothríð á að halda áfram og svo lengi sem ekki er miðað á Grænland erum við í góðu skjóli. Tíu daga spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sér ekkert slíkt mið.
En svo er aftur annað mál að ekki er að sjá neitt sérlega hlýtt loft stefna til landsins heldur - þannig að hin makalausa hitaflatneskja janúarmánaðar virðist ætla að halda áfram.
Þessi hitaflatneskja færði okkur þó næsthlýjasta janúar sem vitað er um á Teigarhorni - en mæliröðin þar nær allt aftur til 1873. Eru það talsverð tíðindi þótt Vesturland hafi ekki gert eins vel - hitinn í Stykkishólmi í 20. sæti (mætti nú athuga betur). Landið allt kannski í því tíunda. Tengja má á janúartíðarfarsyfirlit Veðurstofunnar.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 4. febrúar 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 36
- Sl. sólarhring: 201
- Sl. viku: 1254
- Frá upphafi: 2485719
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 1089
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010