Góuþing veðurfræðifélagsins

Góuþing veðurfræðifélagsins verður haldið í matsal Veðurstofunnar, Bústaðavegi 7 í dag, fimmtudaginn 27. febrúar og hefst kl. 14. Flutt verða 5 stutt erindi (tengillinn afhjúpar þau). Þar á meðal er erindi ritstjórans sem rifjar mjög stuttlega upp Akureyrarveðrið svonefnda 5. mars 1969. Það mun vera versta veður sem frést hefur af þar á bæ, stóð ekki nema rúma klukkustund en olli gríðarmiklu tjóni og varð öllum sem í því lentu ógleymanlegt. Í kjölfarið fylgdu einir köldustu dagar sem komið hafa á landinu frá því í janúar 1918. Hafís var við mestallt Norðurland og suður með Austurlandi. Útbreiðsla Austur-Grænlandsíssins var þá meiri en 1 milljón ferkílómetrar - meir en tvöfalt það sem algengast hefur verið á síðari árum á sama tíma árs.


Bloggfærslur 27. febrúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 1246
  • Frá upphafi: 2485711

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1081
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband