Af ţurru lofti

Ţurrkur (í veđurfarslegri merkingu) verđur ekki til nema á löngum tíma - en ţurrt loft getur dottiđ yfir fyrirvaralítiđ. Ţegar rakamćlar (utanhúss) sýna lágar tölur er ţađ yfirleitt merki um niđurstreymi lofts. Sýni utanhússrakamćlar lágt rakastig í kulda verđur enn ţurrara innandyra.

Á morgun (ţriđjudag) verđur norđaustanáttin međ ţurrasta móti suđvestan- og vestanlands - ef marka má spár. Viđ lítum til gamans á tvö spákort fengin úr harmónílíkaninu. Ţađ fyrra sýnir rakastig um hádegi á morgun - í hitamćlaskýlahćđ - en hiđ síđara sýnir ţađ sama uppi í 925 hPa-fletinum, í rúmlega 500 metra hćđ.

w-blogg250214a 

Litafletir sýna rakastig (í prósentum) eins og líkaniđ vill hafa ţađ kl. 12 á hádegi á morgun (ţriđjudaginn 25. febrúar). Allt landiđ norđaustanvert er huliđ bláum litum og meira ađ segja sést í einn fjólubláan blett en ţar er rakastigiđ 100 prósent. Sé kortiđ stćkkađ sjást kvarđinn og tölurnar mun betur.

Gulu og brúnu litirnir tákna lágt rakastig - alveg niđur í 18% viđ Skóga undir Eyjafjöllum. Ţađ er ekki algengt ađ rakastig fari niđur fyrir 30% - en ţó er til slatti af athugunum međ svo lágum tölum á mörgum veđurstöđvum.

Lćgsta tala febrúarmánađar á mönnuđu stöđinni í Reykjavík er 21%, sú lága tala mćldist kl. 21 8. febrúar 1958 (já). Lćgsta febrúartalan á sjálfvirku stöđinni á Veđurstofutúni er 23% og mćldist kl. 2 ţann 26. febrúar 2004. Sama dag og á sama tíma mćldist lćgsta febrúartalan á stöđinni á Reykjavíkurflugvelli, 29%.

Ţótt rakastig geti orđiđ lágt niđur undir jörđ er lágmarka oft ađ vćnta ofar. Mjög lágar tölur eru ţví tíđari í 925 hPa-fletinum heldur en koma fram á veđurstöđvum. Ţannig er ţví fariđ í spá morgundagsins.

w-blogg250214b

Kortiđ nćr yfir ađeins stćrra svćđi heldur en ţađ fyrra. Sé ţađ stćkkar má finna afskaplega lága tölu, 8%, viđ Klofning viđ innanverđan Breiđafjörđ og 9% undir Eyjafjöllum.

Norđaustanáttin verđur heldur rakari annađ kvöld (ţriđjudag) - auk ţess sem hún kólnar, rakastigiđ hćkkar ţá aftur. Sagt er ađ miđvikudagurinn verđi ekki jafnţurr og ţriđjudagur - en engri úrkomu er ţó spáđ á ţurrkasvćđunum frekar en venjulega.

Stađan á ţurrklistanum hefur lítiđ breyst:

 

stöđármándagurúrksummafyrra árfyrra lágmupphaf NAFN
9420142223,4201015,11996 Kirkjuból
9720142233,6201018,11991 Neđra-Skarđ
10820142240,019909,51988 Stafholtsey
11720142240,1201010,01994 Augastađir
14920142247,8201015,71995 Hítardalur
18720142231,3201018,92008 Kvennabrekka
21220142220,119908,91977 Brjánslćkur
21220142220,120108,91977 Brjánslćkur
22120142243,5201017,72005 Hćnuvík
300201422424,7201031,01995 Steinadalur
30320142240,719771,61940 Hlađhamar
32120142212,8201018,41992 Ásbjarnarstađir
33320142230,220103,92003 Brúsastađir
36120142240,319860,61978 Bergstađir
93120142243,4201025,51990 Hjarđarland
95120142223,3201041,91981 Nesjavellir
 

 


Bloggfćrslur 25. febrúar 2014

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 34
  • Sl. sólarhring: 199
  • Sl. viku: 1252
  • Frá upphafi: 2485717

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1087
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband