Smávegis um snjóhulu á landinu í góubyrjun

Þar sem snjóhula á landinu hefur verið nefnd í athugasemdum hungurdiska er rétt að fara lauslega yfir stöðuna. Óhætt er að segja að óvenjulítill snjór sé víðast hvar í byggðum landsins - meira að segja í sumum snjóasveitum. Í viðhenginu er listi af vef Veðurstofunnar frá því í dag (sunnudaginn 23. febrúar) þar sem þetta blasir við.

Eina undantekningu er þó skylt að nefna en það eru tölurnar úr Svartárkoti í Bárðardal. Þar er snjór með mesta móti - jafnmikill og mest hefur mælst áður í þessum mánuði. Grímsstaðir á Fjöllum og Mýri í Bárðardal eru hins vegar langt frá sínu hæsta í febrúar. 

Snjór er óvenjumikill í fjöllum á Austfjörðum en snjólítið hefur verið þar í byggðum - óvenjusnjólítið. Snjóhula hefur verið athuguð á Dalatanga frá því haustið 1938. Myndin að neðan sýnir snjóhulu þar í febrúar á öllu þessu tímabili.

w-blogg240214 

Meðalsnjóhula á Dalatanga í febrúar er 71% (rauða strikalínan). Hulan í febrúar síðustu 4 árin hefur verið um eða innan við helmingur meðaltals og hafa aldrei komið jafnmargir snjórýrir febrúarmánuðir í röð á öllu tímabilinu. Minnst varð snjóhulan í febrúar 1972 - 5%.

En það er ekki komið vor, síðasti vetrarmánuðurinn (mars) er allur eftir og sömuleiðis snjóar oft talsvert norðan til á Vestfjörðum og á Norðausturlandi fram eftir apríl. Einkunn vetrarins er því langt í frá ráðin - meira að segja á Suðvesturlandi.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 24. febrúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 1246
  • Frá upphafi: 2485711

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1081
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband