Úrkomustaðan

Nú eru aðeins sex dagar eftir af febrúarmánuði og línur skýrast í úrkomumálunum. Sérlega þurrt hefur verið víða um landið vestanvert - en á sama tíma hefur úrkoma verið vel yfir meðallagi norðaustan- og austanlands og reyndar norðan til á Vestfjörðum líka.

Meðaltal úrkomu á árunum 1971 til 2000 er til fyrir allmargar stöðvar sem enn athuga - en líka eru í gangi nýrri stöðvar þar sem meðaltal þetta er ekki til.

Hér er listi yfir stöðvar sem eru nú þegar búnar að ná því sem venjulega er heildarúrkoma febrúarmánaðar. Tölur eru í mm.

       stöð        ár           mán       f2014     m7100       vik2014nafn
23120142171,8100,171,7 komin yfir meðaltalMjólkárvirkjun
4002014291,554,037,5 komin yfir meðaltalSauðanesviti
4092014263,742,721,0 komin yfir meðaltalTjörn
4222014290,449,640,8 komin yfir meðaltalAkureyri
4632014219,619,40,2 komin yfir meðaltalSvartárkot
4792014242,332,89,5 komin yfir meðaltalMánárbakki
62020142143,0110,332,7 komin yfir meðaltalDalatangi
69420142230,4152,478,0 komin yfir meðaltalStafafell
70520142194,3146,248,1 komin yfir meðaltalHöfn í Hornafirði

Á eftirtöldum stöðvum er úrkoma orðin meiri heldur en nokkurt sama tímabil mælinga ´(til 22. febrúar).

stöðármándagarúrkomaár eldra hmeldra hámarkupphaf mælinganafn
400201422291,5199271,71990Sauðanesviti
407201422296,0201259,82010Ólafsfjörður
420201421993,3200274,31997Auðnir
4372014222111,12002111,01997Þverá í Dalsmynni
5272014222244,02002144,91994Skjaldþingsstaðir
5652014221137,8200284,81991Svínafell
7092014222169,22012129,72012Borgir í Hornafirði

Hér má m.a. sjá að úrkoman það sem af er á Skjaldþingsstöðum er orðin nærri 100 mm meiri en mest hefur mælst áður á sama tíma. Byrjað var að athuga 1994. Mæliskeiðið í Ólafsfirði og á Borgum í Hornafirði er svo stutt að tölurnar segja svosem ekki neitt.

Á þurra endanum eru stöðvarnar í töflunni að neðan. Þar hefur ekki mæst jafnlítil úrkoma sömu daga í febrúar og nú.

stöðármándagafj.úrkár eldra hámeldra hámarkupphaf mælinganafn
10820142220,019909,51988Stafholtsey
11720142220,1201010,01994Augastaðir
21220142200,120107,31977Brjánslækur
33320142210,220101,92003Brúsastaðir
36120142220,319860,61978Bergstaðir
30320142220,719771,61940Hlaðhamar
18720142211,3201015,42008Kvennabrekka
32120142192,820109,41992Ásbjarnarstaðir
95120142203,3201041,91981Nesjavellir
9420142213,4201015,11996Kirkjuból
93120142223,4201025,51990Hjarðarland
22120142223,5201116,72005Hænuvík
9720142213,6201018,01991Neðra-Skarð
14920142227,8201015,71995Hítardalur

Það er á sex stöðvum sem úrkoma hefur mælst minni en 1 mm það sem af er febrúar. Það er mjög óvenjulegt.

Lítið gerðist á 66 ára hitalistanum í dag (laugardag 22. febrúar). Reykjavík er í sama sæti og í gær, því 17. hlýjasta. Akureyri féll um eitt sæti, úr 26 niður í 27. Aftur á móti fór Stykkishólmur upp um sæti á 169 ára listanum, úr því 43. upp í 42. Í hvaða sætum enda stöðvarnar við mánaðamót? 


Bloggfærslur 23. febrúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 1246
  • Frá upphafi: 2485711

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1081
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband