Enn af hlýjum janúarmánuðum

Landsmeðalhita má reikna á ýmsa vegu. Það má nota til þess öfluga tölfræði - eða einfalt samsafn stöðvameðaltala og allt þar á milli. Við getum með góðri vissu reiknað landsmeðalhita aftur til 1930 og með sæmilegri aftur til 1880 eða þar um bil. Allt sem er lengra aftur á bak verður mest til gamans. Sömuleiðis er tveggja aukastafa nákvæmni ekki nema leikur.

Í skemmtiskyni hefur ritstjórinn reiknað út meðalhita í janúar aftur til 1874 og búið til lista yfir hlýjustu og köldustu mánuði - topp ellefu, tölur í °C. Fyrst hlýindalistinn:

röðárjanúar
119472,99
219732,37
319722,24
419872,10
519502,07
619462,06
719641,92
819921,90
920131,87
1020141,67
1119351,45

Hér er janúar 1947 í fyrsta sæti. Síðan kemur parið 1973 og 1972, en nýja parið 2013 og 2014 er í níunda og tíunda sæti. Svo er frekar langt niður í 11. sætið - þar er janúar 1935.  

Við vitum eitthvað um hita allra janúarmánaða á 19. öld - nema 1802 og 1822. Sá fyrri var illræmdur illviðramánuður og ólíklegt að hann kæmist á þennan lista. Sömuleiðis er 1822 einnig ólíklegur til afreka. Það er aðeins einn mánuður fyrir 1874 sem örugglega á heima í einhverju toppsæti. Reyndar gæti hann vel hafa verið sá hlýjasti þeirra allra. Við þekkjum meðalhita sæmilega á þremur stöðvum 1847, í Reykjavík, í Stykkishólmi og á Akureyri og á öllum þessum stöðvum er mánuðurinn hlýrri en allir aðrir janúarmánuðir fyrr og síðar.

Svo kuldalistinn, 11 köldustu mánuðirnir frá 1874 að telja:

röðárjanúar
11918-10,25
21881-9,78
31874-8,69
41886-6,22
51979-4,93
61936-4,84
71902-4,78
81959-4,44
91920-4,37
101971-4,36
111892-4,33

Hér eru fáeinir mánuðir sem eldri veðurnörd muna vel, 1979 og 1971, og þau síðmiðaldra líka 1959 og enn muna fáein janúar 1936.  

En sé farið í eldri meðaltöl fyllist allt af köldum janúarmánuðum. Ef við förum aftur til 1823 troða svo margir mánuðir sér inn á listann að 1892 fer niður í 20. sæti og 1979 niður í það 16. Fyrstu þrjú sætin eru þó óbreytt - það eru sennilega þrír köldustu janúarmánuðir síðustu 200 ára, kannski blanda 1814 og 1808 sér í leikinn sé farið alveg aftur til aldamótanna 1800, en 1802 og 1822 vitum við ekki um eins og áður er getið.


Bloggfærslur 2. febrúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 36
  • Sl. sólarhring: 201
  • Sl. viku: 1254
  • Frá upphafi: 2485719

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 1089
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband