Enn sama

Á morgun (þriðjudaginn 11. febrúar) fer enn ein uppgjafalægðin til norðurs fyrir vestan Skotland og síðan til norðvesturs og vesturs fyrir sunnan land á miðvikudag og fimmtudag. Um leið herðir heldur á vindi, sérstaklega um landið norðvestanvert. Kalda loftið við Norðaustur-Grænland heldur á móti hlýrra lofti úr austri og suðaustri. En þetta er samt enginn kuldi.

Við lítum á 925 hPa-spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 12 á hádegi á miðvikudag.

w-blogg110214a 

Jafnhæðarlinur eru heildregnar á 20 metra bili. Það er 380 metra línan sem liggur næst Reykjavík. Í þeirri hæð er þrýstingur 925 hPa. Litir sýna hita í fletinum - kvarðinn til hægri batnar mjög sé myndin stækkuð. Frostlaust er í 925 hPa yfir Suðvesturlandi.

Hefðbundnar vindörvar sýna vindstefnu og vindhraða. Mikill strengur er á milli Vestfjarða og Grænlands og nær inn á Vestfirði og að því er virðist suður á Breiðafjörð og austur með Norðurlandi. Annars er vindur skaplegur.

Við tökum ekki mark á hita yfir Grænlandi sjálfu, en rétt norðan við Scoresbysund er kalt loft, frostið þar er meira en -12 stig. Það telst reyndar ekki kalt á þessum árstíma og enn er langt í mjög kalt loft. En hitabrattinn í Grænlandssundi er drjúgur og býr til mikinn vind.

Hugsanlegt er að norðaustanáttin gangi niður á aðfaranótt laugardags eða á laugardaginn og þá gæti hiti dottið niður um hríð. Annars er það eins og alltaf er: Þar sem léttir til og lægir kólnar hratt inn til landsins sé blöndun að ofan hæg eða lítil.

Þess má geta að hiti hefur það sem af er mánuðinum verið 2,6 stigum ofan við meðallag síðustu tíu ára í Reykjavík, en 3,1 ofan við á Akureyri. Vikin eru aðeins minni við Breiðafjörð og á Vestfjörðum.

Þriðjudagurinn 10. var fyrsti dagur mánaðarins með landsmeðalhita í byggð undir frostmarki. Ekki hefur enn frosið í Vattarnesi það sem af er ári.


Bloggfærslur 11. febrúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 29
  • Sl. sólarhring: 194
  • Sl. viku: 1247
  • Frá upphafi: 2485712

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1082
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband