Óráðinn éljabakki

Óráðinn éljabakki hefur í dag verið á sveimi skammt suðvestur af landinu - enn ein tilraun sóknar vestanloftsins í átt til landsins og sennilega enn misheppnaðri heldur en áður.

Spár hafa þó verið að gefa úr og í með það að hann nái inn yfir Reykjanes á mánudag (10. febrúar) og satt best að segja getur ritstjórinn ekki frekar en venjulega verið með einhverjar uppástungur þar um. Veðurstofan er líka loðin - en þar er þó fylgst náið með málum frá mínútu til mínútu - sem hungurdiskar gera ekki.

En lítum á mynd veðursjárinnar á Miðnesheiði á miðnætti (sunnudagskvöld).

w-blogg100214b 

Litirnir sýna ágiskaða úrkomuákefð - mest 2 til 3 mm á klukkustund. Það er ekki mikið en samt.

En lesendur geta fylgst með sjálfir á ratsjársíðu á vef Veðurstofunnar.


Bloggfærslur 10. febrúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 37
  • Sl. sólarhring: 202
  • Sl. viku: 1255
  • Frá upphafi: 2485720

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 1090
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband