1.2.2014 | 02:13
Hlýr janúar
Janúar sá sem nú er liðinn reyndist hlýr. Eiginlega ætti að segja mjög hlýr því ritstjóranum sýnist í fljótheitum að hann sé í 12. hlýjasta sæti frá upphafi samfelldra mælinga bæði í Reykjavík og á Akureyri. Það eru hins vegar ekki alveg sömu janúarmánuðirnir sem eru í 11 efstu sætunum á stöðvunum tveimur. Janúar í fyrra var hlýrri í Reykjavík heldur en nú - en ívið kaldari á Akureyri.
Þá er spurningin hvað febrúar gerir. Þegar til lengri tíma er litið er samhengi hita mánaðanna tveggja ekkert og um langa hríð á síðari hluta 20. aldar fylgdust þeir verr að heldur en t.d. janúar og mars. Í fyrra voru bæði janúar og febrúar mjög hlýir og saman tókst þeim að búa til eina allrahlýjustu ársbyrjun sem um getur hér á landi - mars olli vonbrigðum hvað hita varðar og flestir mánuðir eftir það þótt hitinn tæki vissulega góða spretti í júní og júlí.
Janúar í ár verður einnig merkilegur fyrir það að hiti skyldi ekki fara niður fyrir frostmark á Vattarnesi (milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar). Ekki var það þó hlýjasti staður landsins að meðaltali í janúar - meðalhiti var hærri á einum tíu stöðvum. Mánaðarlágmarkið var +0,4 stig. Það hefur ekki gerst áður að frostlaust hafi verið á íslenskri veðurstöð allan janúar.
Í Seley (ekki langt undan) fór lágmarkshitinn niður í frostmark, nákvæmlega. Á vegagerðarstöðinni í Hvalnesi fór hiti lægst niður í +0,1 stig. Lágmarkið á Stórhöfða (sem var með í keppninni þar til í gær - fimmtudag) fór lægst í -1,5 stig. Í fljótu bragði (allt í fljótubragðaham seint á föstudagskvöldi) sýnist það vera hæsta lágmark á Stórhöfða í janúar - fyrsti mælingajanúar þar var 1922.
Nú - en þess má líka geta að á tveimur stöðvum varð aldrei frostlaust í mánuðinum - hvar skyldi það hafa verið? Jú, á Þverfjalli í Ísafjarðarsýslu (ekki viss hvort það er Vestur-Í eða Norður-Í), þar fór hitinn hæst í -0,6 stig og í Sandbúðum þar sem mánaðarhámarkshitinn mældist -0,1 stig. Og svo fór hiti aldrei upp fyrir frostmark á Gagnheiði, hámarkið var 0,0 stig. Ef út í það er farið var lægsta lágmark á Gagnheiði furðuhátt, -8,5 stig, á Þverfjalli -9,0 - það er líka há tala.
Jafnhiti var mestur við strendur Austurlands, munur á hæsta hámarki og lægsta lágmarki minnstur á Fonti á Langanesi, 6,5 stig. Hitaspönn var mun meiri inn til landsins, mest á Þingvöllum þar sem munaði 23,3 stigum á mánaðarútgildum.
Allt í allt var janúar jafnaðarmánuður hvað hita varðar - og trúlega vindstefnu líka. En önnur saga er af úrkomunni, rosaleg eystra - meiri en 600 mm á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð en lítil vestanlands - hversu lítil sjáum við ekki með öryggi fyrr en frumgögn berast frá þeim stöðvum sem ekki hafa náð að skila skeytum daglega.
Svo er það snjóhulan - ábyggilega óvenjulítil víða um land þótt klakar úr fyrri mánuði hafi verið sérlega þrálátir. Dýr varð spilliblotinn sem kom ofan í kuldakastið mikla snemma í desember. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kenna honum einum um öll beinbrotin (mörg hundruð?) og trúlega þúsundir marbletta - en svona er það.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggfærslur 1. febrúar 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 36
- Sl. sólarhring: 201
- Sl. viku: 1254
- Frá upphafi: 2485719
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 1089
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010