Kuldalegt kort

Þykktargreining evrópureiknimiðstöðvarinnar á hádegi í dag (sunnudaginn 7. desember) er heldur kuldaleg. 

w-blogg081214a

Mesta þykktin sýnist vera 5240 metrar, það er nálægt meðallagi desembermánaðar hér á landi - en þykir kalt á Bretlandseyjum. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Jafnþykktarlínur eru heildregnar - en litafletir sýna hita í 850 hPa. Hitinn sá nær hvergi -2 stigum. 

Þetta er eina kort 10-daga spárununnar frá hádegi í dag sem er alblátt. Á hinn bóginn er kaldasta loftið ekkert sérlega kalt. Það er 5160 metra jafnþykktarlínan sem fer í sveig um sunnan- og austanvert Ísland. Þetta er um 80 metrum undir meðallagi - um 4 stigum - en í raun varð meðalhiti í byggðum landsins um -2,6 stigum undir meðallagi. 

Lægsta þykktin á kortinu er vestan við Grænland - þar er hún rétt undir 5000 metrum. Það er kalt - líka hér á landi. En þetta loft virðist ekki vera á leið hingað - Grænlandsjökull stíflar framrás þess til austurs. 

Að tiltölu er heldur kaldara í 850 hPa-fletinum, þar liggur mjög kalt loft í leyni við Norðausturgrænland - frostið rúm -20 stig. Það er reyndar alvanalegt á þeim slóðum.

Við sjáum líka að langt er á milli jafnþykktarlína - en það stendur ekki lengi því gríðarlega öflug lægð er að ráðast inn á sunnanvert Grænlandshaf og á hún að valda illviðri hér á landi á mánudagskvöld. Með lægðinni kemur miklu meiri þykkt - upp undir 5400 metra þegar best lætur - en það hlýja loft fer fljótt austur um.

Fylgist með spám Veðurstofunnar. 


Bloggfærslur 8. desember 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 183
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 1979
  • Frá upphafi: 2484859

Annað

  • Innlit í dag: 153
  • Innlit sl. viku: 1766
  • Gestir í dag: 135
  • IP-tölur í dag: 135

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband