Sjávarhitavik í nóvember

Hlýindin í nýliðnum nóvember stöfuðu aðallega af eindregnum suðaustlægum áttum - en hár sjávarhiti hefur trúlega hjálpað til. Kortið hér að neðan sýnir vik sjávarhita frá meðallagi áranna 1981 til 2010.

w-blogg071214a

Meðalsjávarmálsþrýstingur er sýndur með heildregnum línum. Suðaustanáttin sést vel. Litirnir sýna sjávarhitavikin - kvarðinn batnar sé myndin stækkuð. Vik eru jákvæð í kringum Ísland og sérstaklega undan Norðurlandi þar sem hámarksvikið er +3,5 stig. Lofthitavik í Grímsey (miðað við 1981 til 2010) var +2,8 stig í nóvember. 

Kalda vikið suður í hafi vekur athygli. Það hefur verið nokkuð áberandi mestallt árið. Trúlega eru þetta leifar af umframkælingu í þrálátum norðvestanáttum á svæðinu síðastliðinn vetur - en það er ágiskun. 

Áberandi kaldur blettur er norður af Jan Mayen. Hann var á sama stað - en ívið kaldari - á sama tíma í fyrra. Annars tökum við hóflegt mark á vikum sem eru nærri ísjaðrinum sem og þeim sem liggja suður með austurströnd Grænlands. 

Svo er rétt að minna á að hér er allt miðað við yfirborðshita - sem galdraður er út úr gervihnattamælingum og getur breyst mikið á skömmum tíma við blöndun við sjó sem liggur rétt undir yfirborðinu. Mælingarnar voru ónákvæmari í upphafi 30-ára viðmiðunartímabilsins. Höldum ályktunum því í hófi.  


Bloggfærslur 7. desember 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 200
  • Sl. sólarhring: 248
  • Sl. viku: 1996
  • Frá upphafi: 2484876

Annað

  • Innlit í dag: 168
  • Innlit sl. viku: 1781
  • Gestir í dag: 147
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband